Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 52
50
ÚRVAL
klukku til viðgerðar yfir í Staðar-
sveit fyrir bónda nokkurn í Grund-
arfirði. Á heimleiðinni brast á hann
stórhríS, svo að hann villtist og
hrapaði fyrir björg. Fannst lík hans
ekki fyrr en löngu síðar.
Nú fór í hönd heimilisupplausn
og fjölskyldutvístringur. Jóhanna
fylgdist með móður sinni og ólst
upp í vistaskiptum víðs vegar á
Snæfellsnesi. Hún hafði því feng-
ið töluverða lífsreynslu og séð
margt misjafnt fyrir sér, er hún
hafnaði hér í Reykjavík 16 ára
gömul. Meðal annarra áverka, er
hún hlaut í uppvextinum var að
tapa öðru auganu.
— Já, blessaður veri hann, elsku
maðurinn. Það var nú ekki svo vel
að ég fengi að halda báðum augum
mínum fram yfir fermingu. Nei —
ónei. Ég var að sprengja hvellhettu
úti á fiskasteini upp á Akranesi,
vorið áður en ég „staðfestist". Og
um leið og hún sprakk, hrökk brot
úr henni upp í augað á mér. Það
var andsvítans ári sárt, blessaður
minn — alveg logandi sárt. Og svo
hafði ég brotið í auganu þangað til
sjónin þvarr og augað þornaði upp
og hvarf af sjálfu sér. Er ég komst
til fullorðnisára fékk ég mér svo
glerauga, heldur en ekki neitt. Eg
er víst búin að kaupa fimm augu.
Það er mörg ævisagan, elskurnar
mínar.
Jæja. — Ég var í heiminn borin
til að vinna — enda hef ég ekki
farið varhluta af þeirri köllun
minni. Sextán ára vistaðist ég
vinnukona til frænku minnar í
Hlíðarhúsum. Þaðan fór ég í Ara-
bæ og síðan til Fredriksens bak-
ara. Þar var ég í sjö ár. Mín vinnu-
konuár voru engin sældar ár — og
fari það bölvað. Margan morgun-
inn varð ég að rísa úr rekkju klukk-
an 4 og aka, draga eða bera tau-
pokann minn inn í Þvottalaugar. Á
sumrin var þetta þolandi — en á
veturna, í brunafrosti og hríðum.
Það var merkilegt að flestar vinnu-
konur, er þá voru í Reykjavík,
skyldu ekki fá lungnabólgu og
deyja. En það bar ekki á því. Við
lifðum — allar nema vinnukonan
á Hóli. Hún var að koma heim seint
um kvöld og álpaðist ofan í Rauð-
arárlækinn og drukknaði. Þar
fannst hún morguninn eftir með
taupokann sinn á bakinu.
Einu sinni stofnuðum við tíu
vinnukonurnar eins konar félag
með okkur. Tilgangur þess var ekki
sá að knýja fram hærra kaup og
styttri vinnudag. Nei, ekki nú al-
veg. Þetta var öllu fremur ferða-
og skemmtifélag, og höfuðmark-
miðið var: að félagskonum mætti
auðnast að sjá Þingvelli.
Um sólbjartan sunnudagsmorgun
á miðjum slætti lögðum við svo all-
ar tíu upp frá Reykjavík og hugð-
um ná hinu setta takmarki fyrir há-
degi. Til fararinnar leigðum við
hestvagn og ekil og gerðum samn-
ing um, að fargjaldið fram og aftur
skyldi kosta tíu krónur fyrir okkur
allar •— eða krónu fyrir hverja okk-
ar. En þegar austur á heiði kom
vorum við krafðar um fargjaldið,
og skipaði þá ekillinn okkur að
borga sér tuttugu krónur, ella
mundi hann snúa við. Auðvitað var
hann blindfullur og við vita brenni-
vínslausar.