Úrval - 01.03.1969, Síða 59
Á AÐ BANNA FLUG RISAÞOTANNA?
57
legt þrumuveður veldur hinsvegar
aðeins 2,5 kg. auknum þrýstingi á
hvern fermetra við yfirborð jarð-
ar.
Tilraunir sýna að það þarf að
minnsta kosti 20—25 kg. aukinn
þrýsting á fermetra til þess að rúð-
ur springi og múrhúðun rifni. Og
hljóðfröm þota, sem flýgur í 18.000
m. hæð, veldur að öllum líkindum
yfirleitt ekki nema 7—10 kg. aukn-
um þrýstingi á fermetra beint nið-
ur undan, þar sem hana ber yfir.
Hvað eigum við að láta bjóða
okkur? Þegar illa tekst til, getur
yfirhljóðsbresturinn valdið slysum.
Árið sem leið biðu þrír landbún-
aðarverkamenn í Frakklandi bana,
þar sem þeir sátu frammi í eldhúsi
á gömlum bóndabæ. Þrýstilofts-
bylgjan frá þotu olli því að fúinn
loftbiti brotnaði og átta smálestir
af korni féllu ofan á þá.
Þá lítur og út fyrir að titringur-
inn geti haft nokkur áhrif á efstu
jarðvegslögin. Bandarískur húseig-
andi hefur að minnsta kosti fengið
sér dæmdar ríflegar skaðabætur
fyrir skemmstu, vegna þess að járn-
bent steinsteypuundirstaðan brast
og steinsteypt gólfin í hinu nýja og
dýra einbýlisúsi hans rifnuðu. Hann
hélt því fram í réttinum, að jarð-
vegurinn undir húsinu skriði til
meðfram neðanjarðarsprungu, þeg-
ar hljóðframar flugvélar væru á
ferðinni uppi yfir.
Frá því 1956 hefur bandaríski
flugherinn flogið yfir 300.000 klst.
samtals með yfirhljóðhraða, og hef-
ur það kostað hann yfir 110 mill-
jónir í skaðabætur. Þar við bætast
skaðabótakröfur að upphæð 190
millj. króna fjárhagsárið 1968.
Enn er ekkert vitað að ráði um
eðlisfræðileg áhrif yfirhljóðbrest-
anna. Bandaríska vísindaakademían
hefur skipað nefnd til að rannsaka
það sem fram hefur komið í sam-
bandi við tilraunaflug að undan-
förnu, og hefur undirnefnd þegar
skilað áliti sínu. Þar er talið að
hljóðframar farþegaflugvélar, sem
fljúga reglubundið — það er að
segja innan þeirra hraðatakmarka,
sem mönnum er yfirleitt bærilegt
-— muni ekki valda miklu tjóni á
traustum byggingum. En um leið er
það tekið fram, að rannsókn á þessu
vandamáli er alls ekki lokið til hlít-
ar.
En hvað er manninum bærilegt?
Franskir hafa komizt að þeirri nið-
urstöðu að yfirhljóðsbresturinn
valdi 25% manna alvarlegum óþæg-
indum. Um það bil 65% íbúanna í
Bristol halda því fram, að brestur-
inn valdi þeim „losti, hræðslu eða
ónotum". Um misseris skeið hafa
Bandaríkjamenn látið hljóðframar
vélar fljúga yfir Oklahoma-borg
til að komast að raun um áhrifin
bæði á fólk og byggingar. Þegar
misserinu var lokið, lýstu 25% að-
spurðra yfir því, að þeir mundu al-
drei geta vanizrt brestinum.
En það er munur á mannfólkinu
eins og allir vita. „Á sínum tíma var
þess krafist að eimlestir og bílar
væru bannaðir, vegna þess að há-
vaðinn af þeim væri hættulegur
heilsu manna“, segir í varnaráliti
bandarískra flugmannasamtaka.
„Fólk mun líka venjast yfirhljóðs-
brestunum".