Úrval - 01.03.1969, Side 62
60
ÚRVAI
• ER NOKKURT
LÍF AÐ FINNA
Á MARZ?
Einh'verntíma þessa
dagana verður mann-
lausu Marz-fari skotið
á loft í Bandarík.iunum,
og á það að vera kom-
ið á braut umhverfis
plánetu hernaðarguðs-
ins í lok júlí en þá verð-
ur Marz næst jörðu og
fram í miðjan ágúst,
Þegar förin verða kom-
in þar á braut verður
mesta jarðnánd þeirra
99.700.000 km. Um borð
í þeim verða hinar full-
komnustu sjónvarps-
myndavélar, bæði til
nænmynda- og fjar-
myndatöku, og gangi
allt samkvæmt áætlun,
eiga að nást átta sam-
anburðarmyndir af öllu
yfirborði plánetunnai’.
Fæst þá vonandi úr því
Skorið, hverskonar fyr-
irbæri hið margum-
rædda „skurðakerfi" sé,
en það hefur lengi ýtt
undir imyndunarafl
manna varðandi líf og
byggð úti þar. Þegar
förin verða næst plá-
netunni, verður töku-
færið 3.200 km, en með
allskonar tæknibrögð-
um verða myndirnar
eins og mannsauga virti
viðfangsefnið fyrir sér
úr aðeins 270 m fjar-
lægð. Að sjálfsögðu
verða Marz-förin búin
ýmsum vísindalegum
mælitækjum, sem senda
munu fjölþættar upp-
lýsingar til jarðar —
meðal annars „anid-
rúmsloftið“ kring um
plánetuna.
® ERU LÖND
JARÐAR ENN
Á HREYF-
INGU?
1 sköpunarsögunni er
svo frá skýrt að guð
hafi aðskilið lönd og
höf, safnað öllu þurr-
lendi saman á sinn stað
að ikalla og vatninu á
sinn stað, og tók það
nann ekki nema einn
dag, að því er sú heim-
ild 'hermir. Burtséð frá
'tímakenningunni, stóð
þessi skilgreining á
skiptingu lands og hafa
i heildir nokkurnveginn
óröskuð allar götur
fram undir 1930, þegar
þýíikur prófessor, dr.
Wefener, bar fram
harla nýstárlega kenn-
ingu varðandi þessa
skiptingu, landreks-
kenninguna svonefndu,
en samkvæmt henni
var þessari skiptingu
alls ekki lokið. Taldi
hann að upphaflega
hefði allt land verið ein
samfelld heild, en
klofniað í sundur í
smærri heildir fyrir
allt að 200 milljón ár-
um, og væru þessar
smærri heildir á sífelldu
reki hver frá annarri —
með öðrum orðum, á
sífelldri hreyfingu —■
enn I dag. Meðal þeirra
sannana, sem hann
studdi ikenningu sína,
benti hann á strand-
lengjur heimsálfanna,
sprungulinurnar, og gat
reyndar hver maður
séð að þær féllu nokk-
urnveginn saman, eins
og um myndröðunar-
gátu væri að ræða. Vis-
indamenn töldu það þó
ekki nema líkur, og
varð nú hljótt um þessa
kenningu — þangað til
nú fyrir nokkrum ár-
um, þegar það kom í
ljós að berglög voru
undarlega lík víða við
þessar „sprungulínur",
t.d. á Atlantshafsströnd
Afríku 'Og norðaustur-
strönd Brazilíu. Nú hef-
ur verið hafizt handa
um að sannreyna hvort
lönd jarðar séu enn á
hreyfingu, og er beitt
við það lasergeislamæl-
ingu á afstöðu vissra
stöðva á jörðu niðri til
V
61
'A
gervihnatta úti í geimn-
um. Stöðvum þessum
hefur verið komið upp
í Evrópu, Norður-
Afríku og Bandaríkjun-
um, og er talið að mæl-
ingin verði svo nákvæm,
að ekki geti skákkað
nema mest 10 cm. Telja
vísindamenn að nú fá-
ist brátt örugglega úr
því skorið hvort lönd
heimsins séu á reki, og
eins í hvaða stefnu þau
reki, ef svo er.
® ENN EIN GER-
B YLTING Á
HEIMSMYND-
INNI?
Dr. Albert Einstein,
hélt þvi fram að ekki
gætu fyrirfundizt nein-
ar þær öreindir, sem
færu hraðar en ljósið.
Kvað hann það bókstaf-
lega óhugsandi. Nú hef-
ur dr. Gerald Feinberg,
prófessor við Kolumbía
háskólann talið sig
hafa komizt að raun
um það, að til kunni að
vera örendir sem hreyf-
ist með miklu meiri
hraða. Margir eðlis-
fræðingar hallast að
þessari kenningu dr.
Feinbengs, og táknar
hún, ef hún sannast,
enn eina gerbyltingu á
heimsmyndinni. Það
gerir allar rannsóknir
á þessum öreindum
torveldari, að það er
eins og þær séu ekki
rafmagnaðar, en búi
hins vegar yfir orku,
sem enn er óþekkt.
• KVIKMYNDAÐ
ÚR 45 000
FETA HÆÐ
Ljósmynda- og kvik-
myndatækni þróast
mjög ört þessi árin.
Jafnvel áhuigaljós-
myndarar sem ekki
vilja kosta mik'lu til,
geta haft ótrúlega full-
komnar myndavélar til
umráða — svo er hinni
hörðu salmkeppni á
markaðinum, einkum
eftir að Japanir komu
þar til sögu — fyrst og
fremst fyrir að þakka.
Þó eru myndavélar
þær, sem nú eru not-
aðar við alls konar vís-
indalegar rannsóknir
að sjálfsögðu miklum
mun fullkomnari, og
virðist sem þeirri tækni
sé flest mögulegt. Ekki
alls fyrir löngu var
kvikmynd t.d. tekin úr
lofti yfir Texasborg í
45.000 feta — 13.716 m
— hæð. Þegar hún var
stækkuð mátti igreini-
lega sjá tvo golfknetti
á leikvangi úti fyrir
borginni!
O NÝ AÐFERÐ
VIÐ FRAM-
LEIÐSLU
AMONIACS
Tveir efnafræðingar,
dr. Eugene E. van
Tamelen, prófessor við
Stanford háskólann i
Kaliforníu og dr. Björn
Akermerk, sænsikur
prófessor, sem fengið
hefur orlof að heiman
til starfa þar, hafa nú
fundið upp og full-
kolmnað nýja aðferð
við framleiðslu amoni
acs, gerólíka þeirri
fyrri sem meðal annars
er notuð hér í áburðar-
verksmiðjunni. Beita
þeir rafmagni við
vinnsluna við lágt hita-
'stig og án hins háa
þrýstings, sem nú er
notaður og hefur óneit-
anlega alltaf spreng-
ingarhættu í för með
sér, ef eitthvað ber út
af. Telja visindamenn-
irnir, að þar sem raf-
or'ka sé fáanleg við
vægu verði, muni auð-
ivelt að fram'leiða til-
búinn áburð með þess-
ari aðferð, sem reynist
meira en samkeppnis-
fær hvað verð snertir.
Þeir segja, að enn sé
eftir að sigrast á smá-
vægilegum tæknilegum
vandamálum, en að-
ferðin byggist á raf-
greiningu, ekki ólíkt
því sem nú er gert í
sambandi við álfram-
leiðslu.