Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
/---------------N
Trúarleg
reynsla
mín
Eftir SIGURÐ NORDAL,
PRÓFESSOR
v_______________________________y
ANDLEG (religiös) reynsla er mér
ekki einungis veruleiki, heldur
verulegust af öllum veruleika.
Henni verður varla lýst fyrir öðr-
um en þeim, sem hafa rekið sig á
hana. Að minnsta kosti skal ég ekki
freista þess hér. Hver maður sem
þekkir hana, veit, að hún færir
hann miklu nær því að finna sjálf-
an sig en bláköld skynsemin getur
gert. Þessa reynslu má öðlast með
ýmsum hætti og á ýmsum stigum.
Hún er líftaugin í öllum æðri list-
um, bæði fyrir listamanninn sjálf-
an og þá, sem vilja meta verk hans
og skilja. Til dæmis að taka er
jafnóhugsandi að lesa bókmenntir
sér að fullu gagni án hennar, eink-
anlega ljóð, og að færa sér tón-
verk í nyt án þess að hafa söngeyra.
Menn geta fundið hana í samlífi við
náttúruna, í þjálfun hugsunarinnar,
í ást og fórn. En sú guðsvitund,
sem menn geta hlotið á vegum
trúarbragðanna, er vafalaust al-
gengasta og ef til vill fullkomn-
asta tegund hennar. Alltaf er það.
auðkenni hennar, að við sjáum
hlutina, lífið og tilveruna opnari og
berari augum en áður. Það er eins
og einhverri þoku eða hjúp hafi
verið svipt frá sjónum okkar. Hún
getur aldrei komið í bága við skyn-
semina. Skynsemin finnur, að and-
inn er kominn feti lengra í raun-
verulegri þekkingu en hún sjálf
nær, og þá kemst engin möglun að
frá hennar hálfu. Þess vegna hafa
sumir af mestu „trúmönnum“, sem
sögur fara af, eins og t.d. Blaise
Pascal, um leið verið hinir efagjörn-
ustu og harðskynsömustu menn.
Vaxtabroddur mannlegrar þekk-
ingar er ekki það, sem sannað hef-
ur verið, heldur spurningarnar,
leitin, tilgáturnar.
Af öllum átrúnaði er sá verstur
að vita ekkert meira en sjálfan
sig.
Sá vilji, sem er ekki þegar búinn
til verks, er ekki heilbrigður. Því
lengra sem bilið verður milli ásetn-
ings og framkvæmda, því magn-
lausari er maðurinn. — Ájangar.
Gangleri