Úrval - 01.03.1969, Page 69
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI SKJALAFALSANA
67
dóm, vil ég heldur en nokkuð ann-
að hafa mín megin rólegan og
greinagóðan vitnisburð Grants. Það
er meira virði en framburður flestra
sjónarvotta."
Hin sérstæða þekking Grants kom
Englandi að miklu gagni í síðari
heimsstyrjöldinni. Sumar uppfinn-
inga hans eru enn leyndarmál, en
hann var meðal annars einn af þeim,
sem fundu upp pappír, sem auðvelt
er að éta, og notaður var undir dul-
mál fyrir leyniþjónustumenn. Væru
þeir gripnir, áttu þe:r létt með að
láta pappírana hverfa.
Önnur pappírstegund, sem Grant
fann upp, kom „ósýnilegu bleki“ til
að verða sýnilegt aftur. Blekið var
afhent þýzkum stríðsföngum, þegar
þeir skyldu skrifa heim til fjöl-
skyldna sinni. Honum tókst að mestu
að koma í veg fyrir, að hægt væri
að beita brögðum í sambandi við
skömmtunarseðlaheftin, sem notuð
voru í milljónatali í Englandi á
stríðsárunum. En pappírinn í þeim
var húðaður með sérstökum efnum,
sem gerði næstum ómögulegt að
koma nokkrum fölsunum við.
Enda þótt Grant þyki öll verk-
efnin, sem fyrir hann hafa verið
lögð, skemmtileg hvert upp á sinn
máta, þá telur hann sig ekki vera
annað en sérfræðing í skjalafölsun-
um. „Eftir öll þau ár, sem ég hef
eytt í að sérhæfa mig í pappír,
vatnsmerkjum og bleki, ætti ég að
hafa einhverja sérþekkingu á þessu
sviði,“ segir hann. „Ég er viss um,
að bragðarefirnir gleyma því, að
vísindin eru alltaf hænufeti á undan
þeim. Þess vegna er afbrotamaður-
inn eiginlega ekki annað en glóp-
ur, sem sleppur ekki við arm lag-
anna þegar til lengdar lætur.“
Auglýsing i járnvöruverzlun: „Lofið henni öllu milli himins og jarð'
ar, en gefið henni skóflu."
Al Spong.
Auglýsing í sokkadeildinni: FYRIR ÁNÆGÐA KÁLFA.
Pat Corrie.
Gíraffinn:
inurn."
„Þið megið trúa því, að það er einmanalegt uppí á topp-
Rodney de SarYo.
Fíllinn við vatnsbólið: „Ég drekk til Þess að gleyma.“
HoésL 1
Kariskjaldbaka við kvenskjaldböku, sem hefur dregið sig inn í Skel
sína: „Æ, vertu ekki með þessi látalæti, Myrtle. Ég veit, að þú ert
þarna inni.“
Cathy Joaóhim.