Úrval - 01.03.1969, Page 70
Notkun lánstraustskorta hefur vaxið gífurlega.
Álitið er, að í Bandaríkjunum séu nú um 20 milljón
handhafar slíkra korta, sem gefin eru lit af bönkum.
Eru peningar að
verða úreltir?
Eftir FRANK J. TAYLOR
eiðufé er næstum því
orðið eins úrelt og hest-
vagnar í mínum heima-
högum. Og hið sama er
að segja um ávísanir.
Við þjótum nú á fleygiferð í áttina
til hins peningalausa eða reiðufjár-
lausa þjóðfélags framtíðarinnar. É'g
skal nefna dæmi um þetta. Nýlega
leit ég inn í fataverzlun í heima-
borg minni. Afgreiðslumanninum
tókst að finna handa mér jakka,
sem fór mér prýðilega. „Ég tek
hann,“ sagði ég.
Það glaðnaði yfir honum. „Reiðu-
fé eða á að skrifa það?“ spurði
hann.
„Reiðufé,“ svaraði ég. „Ég hef
engan reikning hérna hjá ykkur.“
„En hafið þér lánsviðskiptakort,
útgefið á banka?“ spurði hann.
Ég tæmdi veski mitt og tíndi úr
hrúgunni samsafn af lánstrausts-
kortum úr plasti, þar á meðal þrjú
frá olíufélögum, eitt frá flugfélagi,
nokkur frá verzlunum og gistihús-
um og, jú, viti menn, þrjú frá bönk-
um. „Þeir senda manni þetta, jafn-
68
New York Times