Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 74
72
kaupmaður fari að hækka verðið
um 3%, vegna þess að hann verður
að geta boðið sama verð og keppi-
nautar hans. Og hvað rekstur
sjálfra bankanna snertir, þá er
notkun rafreiknatækja af ýmsu
tagi mjög hagkvæm fyrir þá, og
flest fólk borgar reikninga sína •—-
fyrr eða síðar.
Bankarnir hafa nákvæmt eftirlit
með eyðslu handhafa slíkra láns-
viðskiptakorta. Sum Bank-Ameri-
card kortin hafa t. d. litla stjörnu,
sem lítið ber á. Stjarnan gefur
kaupmönnunum það til kynna, að
handhafinn geti fengið að láni vör-
ur í verzluninni fyrir allt að 100
dollurum. En sé engin slík stjarna
á kortinu, er hámarkið 50 dollar-
ar. Kaupmenn hringja svo í bank-
ann, ef handhafinn vill endilega
eyða meiru en þetta hámark leyfir
honum. Og svar bankans berst eftir
2 mínútur. Rafeindaheili bankans
getur orðið var við innkaupaæði
handhafa stolins korts innan 24
klukkustunda, frá því að innkaup-
in hefjast.
Um daginn kom ég inn í útibú
77. þjóðbankans. Ég minnti banka-
stjórann á það, að mér hefði eitt
sinn gengið illa að fá lán hjá hon-
um. „Fyrir nokkrum árum þurft-
um við að fá lán til að endurbæta
húsið okkar, og þá var okkur tekið
kuldalega hérna í bankanum," sagði
ég. „En nú hvetjið þið okkur bara
til þess að láta skrifa allt hjá okk-
ur alls staðar og svo bjóðizt þið
bara til að borga. Hvernig stendur
á þessari hugarfarsbreytingu?"
ÚRVAL
,,Þá vorum við víst alltof varkár-
ir,“ sagði hann.
„En mér var kennt það í upp-
vexti mínum, að ég ætti að forðast
það eins og hverja aðra synd að
steypa mér í skuldir,“ sagði ég.
Hann hló við. „En nú á dögum er
það orðin synd að borga með reiðu-
fé. Ef allir ákvæðu að borga alls
staðar með reiðufé, færum við lík-
lega á hausinn."
Eftir að ég hafði spurt annan
bankastjóra í þaula, viðurkenndi
hann loksins, að hann væri ekki
handhafi slíks bankalánstraustkorts
sjálfur. Hann sá, að ég varð mjög
hissa, og því bætti hann við í flýti
og glotti um leið: „En konan mín
á slíkt kort. Sko, auglýsingaspjöld
okkar um greiðslu gegn bankaláns-
viðskiptakortum sjást aldrei í
gluggum rakarastofa, eða hvað seg-
ið þér um það? En þau sjást hjá
snyrti- og hárgreiðslustofum, þar
sem meira er eytt af peningum.
Ástæðan er sú, að við töpum pen-
ingum, ef viðskiptin ná ekki 15
dollurum.“
Flestir núverandi handhafar
slíkra bankakorta eru karlmenn,
sem hafa lengi vanizt notkun alls
konar lánstraustskorta, sem notuð
eru í ýmsum tilgangi. En glamp-
inn í augum bankastjórans gefur
til kynna þá von bankamannanna,
að konur fari nú að færa sér þetta
hagkvæma hjálpartæki í nyt í sí-
fellt ríkari mæli og komist á þá
skoðun, að bezti vinur konunnar sé
lánsviðskiptakort bankans hennar.