Úrval - 01.03.1969, Side 75
Hinn mikli
öldungur
Afríku
Eftir GORDON GASKILL
llaile Selassie Eþíópíukeisari
hefur nú stjórnað ríki sínu í
nœrri hálfa öld, þrátt fyrvr stríð,
útlegð og uppreisn. Hann hefur
aldrei komizt úr jafnvœgi,
hvað sem bjátað hefur á.
aile Selassie Eþíópíu-
keisari hefur sameinað
fólk sitt og gefið ríkinu
nýja ásjónu. í dag er
þessi smávaxni sjötíu
og sex ára öldungur persónugerving-
ur þriðja aflsins meðal hinna ungu,
afrísku ríkja, afls, sem hvetur til
hófsemdar og skynsemdar.
Meðal þegna sinna, sem eru
tuttugu og þrjár milljónir talsins,
nýtur hann slíkrar ógnarlotningar
að margir telja stökustu óhæfu að
nota smápening með mynd hans til
að varpa hlutkesti. Hátíðlegasti
eiður með Eþíópum hljóðar svo:
Megi keisarinn deyja ef ég lýg!
Aki hann um götur á bíl sínum,
hneigja vegfarehdur sig djúpt,
sumir kyssa jörðina og kvenfólkið
skrækir af hrifningu. Ljóðskáld og
sagnfræðingar hafa þegar gert hann
að sagnahetju, þar sem saman fara
eiginleikar Karlamagnúsar, Salo-
mons og Georges Washingtons í
einni persónu. Þar segir frá manni
sem var frækinn í stríði, staðfast-
ur í ósigrinum, drengilegur að
unnum sigri og vitur sem stjórn-
málamaður — sannur landsfaðir.
Sá sem verður allrar þessarar
dýrkunar aðnjótandi er lítill,
skeggjaður maður, hundrað fimm-
tíu og sjö sentimetra hár, oftlega
brosandi en þó með alvöru- og
jafnframt feimnislegum svip. Hann
lítur allt að því veiklulega út, en er
í raun réttri traustur fyrir eins og
gömul eik. Hann er hans keisara-
lega hátign Haile Selassie, hið sigr-
andi Júdaljón, hinn útvaldi Guð,
keisari í Eþíópíu. Hann hefur nú
Das Beste
73