Úrval - 01.03.1969, Síða 79

Úrval - 01.03.1969, Síða 79
IIINN MIKLI ÖLDUNGUR AFRÍKU 77 Arnold Toynbee lét það heita. Hann stofnaði til fyrsta námskeiðs í land- inu til að bæta menntun presta (ennþá eru þó flestir eþíópskir klerkar ólæsir). Varðandi fræðslu- mál barna lenti hann í stappi við kirkjuna, sem fordæmdi lestur og skrift í „barnaskólum“ sínum og taldi þessháttar djöfulsins spilverk. Fram að 1941 var enginn einasti ríkisrekinn skóli í Eþíópíu. Síðan þá hefur keisarinn stofnað ríkis- skóla í hundraðatali, og þótt sumir þeirra séu heldur frumstæðir á vestrænan mælikvarða, þá þýða þeir stórt skref fram á við fyrir þjóðina. Haile Selassie yfirlítur kennsluáætlanirnar sjálfur og er óþreytandi hvatamaður um fræðslu- málin. 1961 stofnaði hann fyrsta háskólann í landinu (sem heitir nafni hans) og gaf honum stærstu höll sína fyrir kennsluhúsnæði og skrifstofur. Þótti það óvenju mikið öðlingsbragð, sem það og var. Keisarinn gerir allt hvað hann getur til að þróunarhjálp sú, er rik- ið fær erlendis frá, komi að sem beztum notum. Hann þiggur hjálp bæði frá Vestur- og Austurveld- um og heldur því fram að Eþíópía sé engri stórveldasamstæðu háð. En greinilega hallast hann meir að Vesturveldunum. Áhrif kommún- ista í landinu eru engin, svo séð verði. Þegar hinn rauðkínverski ráðamaður Sjú En-laí var á ferð í Afríku 1964 og kom við í Asmara í Norður-Eþíópíu, veitti keisarinn honum þungar átölur vegna þess háttalags Kínverja að vilja ekki undirrita bannið á tilraunum með kjarnorkuvopn. PÚÐURTUNNA Þrátt fyrir furðumiklar framfar- ir í stjórnartíð Hailes Selassies mætir hann stöðugt harðnandi and- stöðu ungra menntamanna í land- inu, sem þykir framþróunin of hæg. Þessum hópi, sem ekki telur ef til vill nema eitthvað tvö þúsund manns, heyrir til stór hluti háskóla- menntaðra manna í landinu — háttsettir embættismenn, liðsfor- ingjar og framámenn á svo að segja öllum sviðum þjóðlífsins. Þótt keis- arinn gerði sér ljóst að vestrænt þenkjandi menntamannastétt gat orðið hættuleg óróahjörð í jafn vanþróuðu landi, örvaði hann vís- vitandi vöxt þessa menntakjarna, þar eð hann vissi að ríkið þarfnað- ist skólaðs fólks. Oft valdi hann sjálfur úr þá, er sendir voru erlend- is til náms, og greiddi ósjaldan námskostnaðinn sjálfur. Við heim- komuna að námi loknu fengu þessir skólapiltar svo góðar stöður hjá ríkinu. En ótti keisarans hefur ekki reynzt ástæðulaus. Eftir námsárin erlendis kunna ungu mennirnir ekki við sig í sínu frumstæða föð- urlandi, sem enn er á lénsöldinni. Kvöld eitt ræddi ég við nokkra úr þeirra hópi og fékk mig fullsaddan á kvörtunum eins og þessum: „Hér er algert einræði. Ekkert lýðræði. Ströng ritskoðun. Spilling allsstað- ar. Þessir gömlu trúnaðarmenn keisarans, sem margir eru varla læsir, eru enn í áhrifamestu stöð- unum. í jarðnæðismálum hafa ekki orðið teljandi umbætur.“ „Árið 1930, þegar Haile Selassie var krýndur keisari," sagði embætt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.