Úrval - 01.03.1969, Page 88
SKJOL
VALACHI
EFTIR
PETER MAAS
Fáar bækur liafa vnldið meira uppnámi áður en þær komu út. en
„Valachiskjölin'. Joseph Valachi, okurkarl, happdrœttissvindlari,
eiturlyfjasali og morðingi, vakti á sér alþjóðaathygli í Bandaríkj-
unum, þegar hann Ijóstraði upp um tilveru Costa Nostra, leyni-
félagsins, sem ríkir yfir hinni skipulögðu glæpastarfsemi í Banda-
ríkjunum. Þetta gerðist árið 1963, en þá var Joseph Valaclii fangi
ríkisins (sem liann er reyndar enn). Þrem árum síðar tóku að síast
út fréttir um það, að Valachi hefði skrifað endurminningar sínar,
og urðu þessar fréttir til þess að koma af stað nýrrv sprengingu,
sem var .svo öflug, að áhrifa liennar gætti strax á Bandarikja-
þingi, í Dómsmálaráðuneytinu og jafnvel í Hvíta húsinu. Nú hófst
furðuleg lierferð til þess að reyna að koma í veg fyrir, að bók
þessi yrði birt. Og í fyrsta sinn i sögu Bandaríkjanna hleypti sak-
sóknari ríkisins af stokkunum málssókn, sem miðaði að því, að iit-
gáfa bókar yrði bönnuð.
Rithöfundurinn Peter Maas hafði. unnið með Valachv að rit-
un bókarinnar, og eftir langa lögfræðilega viðureign tókst Maas
að fá viðurkenndan rétt til útgáfu hennar. Hér er um að ræða
ævisögu, sem liefur að geyma alla þá sögu, sem Valachi vildi segja,
án þess að nokkuð hafi verið dregið undan. Bók þessi gefur inn-
sýn í ótrúlega risavaxið glœpaveldi, sem vart á sinn líka.