Úrval - 01.03.1969, Side 90

Úrval - 01.03.1969, Side 90
88 ÚRVAL (eitur) til mín, og ég skal taka þær inn beint fyrir framan þig.“ „Þá tók Genevese utan um mig og kyssti mig. En þegar ég fór í rúmið þá um kvöldið, tautaði ná- unginn í næsta rúmi: „Dauðakoss- inn.“ 'É'g þóttist ekki heyra, hvað hann sagði. En var nokkur von, að ég gæti sofnað?" Valachi tókst að koma í veg fyr- ir það þrisvar sinnum, að mönnum Genevese tækist að myrða hann. Nú var hann orðinn örvæntingar- fullur og ákvað því að eiga sjálfur frumkvæðið upp úr þessu. Það gat verið, að hann yrði að deyja, en hann ætlaði þá að taka með sér eins marga og hann gat af þeim, sem bundizt höfðu samtökum um að drepa hann. Ofarlega á lista þeim var Joseph „Joe Beck“ Di Palermo, félagi Genovese og þekkt- ur „löggæzlumaður“ innan Cosa Nostra, sem hafði langan starfsfer- il að baki sér. Morguninn 22. júní árið 1962 voru ofsóknir Genovese og félaga hans farnar að fá svo á Valachi að hann var að verða viti sínu fjær af ótta. Og þá missti hann skyndi- lega stjórn á sér í fangelsisgarðin- um. Eftir hina æðislegu árás var hann gripinn og farið með hann til skrifstofu aðstoðarfangelsisstjórans. Þar fékk Valachi að vita allan sannleikann. Maðurinn, sem hann hafði lamið, hafði engin tengsl við hina skipulögðu glæpastarfsemi, en hann líktist furðulega mikið Di Palermo, enda varð hann að gjalda fyrir það með lífi sínu. Einn af rannsóknarlögreglumönn- um stjórnarinnar álítur, að það hafi verið þetta atvik, sem varð til þess, að Valachi gerði hreint fyrir sín- um dyrum. „Valachi hefur ekki iðrazt neins einlæglega nema þessa eina atviks,“ segir rannsóknarlögreglumaður þessi. „Ekkert lagðist á hann af slíkum ofurþunga nema sú stað- reynd, að hann hafði hefnt sín á röngum manni. Hefði Valachi náð rétta manninum, hefði hann líklega aldrei leyst frá skjóðunni." Valachi varð nú að horfast í augu við ákæru um „fyrstu gráðu“ morð. En með hjálp meðalgöngumanns eins tókst honum að koma þeirri orðsendingu til Roberts Morgent- haus, saksóknara í suðurhéraði New York, að hann væri nú reiðubúinn til „samvinnu“. Og árangurinn af þessu varð svo sá, að honum var leyft að viðurkenna sekt sína vegna „annarrar gráðu“ morðs. Þ. 17. júlí fékk hann svo lífstíðardóm, og þá var farið með hann til fangelsisins í Westchestersýslu, sem er nokkr- um mílum fyrir norðan New York- borg. Og þar var hann svo yfir- heyrður vel og lengi af mönnum Eiturly fj astof nunarinnar. Starfsmenn þeirrar stofnunar voru að vonast eftir að fá einhverj- ar upplýsingar hjá Valachi um her- oinverzlunina. En þeir fengu tals- vert víðtækari upplýsingar en þeir höfðu búizt við. Smám saman tóku óljósar útlínur glæpahrings, sem spannaði gervöll Bandaríkin, að skýrast, er viðræðurnar við Vala- chi urðu fleiri og ýtarlegri. Banda- ríska alríkislögreglan fór nú form- lega fram á það, að hún fengi að ræða við Valachi að vild. James P.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.