Úrval - 01.03.1969, Síða 91
SKJÖL VALACHl
89
Flynn, einn af duglegustu mönnum
hennar, fékk svo það hlutverk að
vinna að máli þessu.
Yalachi hafði enn ekki nefnt Cosa
Nostra með nafni, en nafn þetta
hafði heyrzt hvað eftir annað við
löglegar símahleranir a. m. k. síð-
asta árið. Bandaríska alríkislög-
reglan hafði ástæðu til að halda, að
þar væri um að ræða samtök þau,
sem gengu undir nafninu „Mafian“
manna á meðal. Dag einn sagði
Flynn við Valachi: „Heyrðu, Joe,
við skulum hætta þessum leikara-
skap. Ég vil ræða um samtökin.
Hvað heita þau? Er það Mafian?“
„Nei,“ svaraði Valachi. „Það er
bara nafn, sem þeir nota, sem
standa fyrir utan samtökin.“
„Eru þau ítölsk að uppruna?"
„Við hvað áttu?“
„Við vitum meira en þú heldur,“
svaraði Flynn. „Ég skal nefna fyrri
hluta nafnsins, og þú nefnir svo
síðari hlutann. Það er Cosa....“
Valachi fölnaði. Það leið næstum
heil mínúta, þangað til hann sagði
nokkuð. Svo stundi hann upp:
„Cosa Nostra! Svo þú veizt um
samtökin.“
Þýðing ítalska nafnsins Cosa
Nostra er „Hluturinn okkar“ (Okk-
ar mál). Valachi talaði um þetta
sem „Þennan hlut okkar“ (Þetta
mál okkar). Eftir að Flynn hafði
nú tekizt að koma „tánni inn fyrir
dyrnar", tók hann til óspilltra mál-
anna og reyndi að mynda sér betri
heildarmynd af samtökum þessum
í viðræðum sínum við Valachi.
Hann vildi komast að því, hvernig
samtök þessi væru byggð upp og
hvernig þau störfuðu. Valachi
skýrði honum frá mörgu, en hann