Úrval - 01.03.1969, Side 93

Úrval - 01.03.1969, Side 93
SKJÖL VALACHI 91 um sleppt, þegar hann var orðinn 14 ára. Fimmtán ára að aldri fór hann að vinna með pabba sínum, sem var þá verkamaður við ösku- hauga. „Og í vikulokin tók pabbi kaupið mitt líka,“ segir Valachi, „svo að ég byrjaði auðvitað að stela.“ Þegar Valachi hafði náð 18 ára aldri, höfðu smáþjófnaðir hans leitt til þess, að hann var orðinn full- gildur meðlimur í innbrotsþjófafé- lagi, sem kallað var „Mínútumenn- irnir“. Hann var „hjólamaður“ hjá félaginu, þ. e. bílstjórinn þeirra. Þeir frömdu hundruð innbrota og stálu skartgripum, loðfeldum og öðrum búðarvörum. Það var ekkert hár skert á höfði Valachi þangað til um vorið 1923, þegar hann náð- ist, eftir að þeir félagarnir höfðu rænt silkivörubúð. Hann var dreg- inn fyrir dómstólana og dæmdur til fangelsisvistar í Sing Sing. Valachi átti eftir að eyða samtals rúmum fjórum árum í Sing Sing. Fyrst dvaldi hann þar í 10 mánuði eftir innbrotið í silkivörubúðinni, en hinn tímann dvaldi hann þar fyrir tilraun til innbrots á vöru- geymslulofti árið 1924. Þegar hann sat af sér þennan síðari dóm sinn í Sing Sing, lærði hann að lesa og skrifa í fangelsisskólanum. „Hin eina raunverulega menntun, sem ég hlaut þar, var fólgin í því, að ég aflaði mér ósvikinnar verald- arvizku," sagði hann eitt sinn við mig. „Eg gæti setið hér allan dag- inn og reynt að útskýra þetta fyr- ir þér, en mér mundi samt ganga erfiðlega að útskýra það. Ég á, sko, bara við allt það, sem maður lærir um mannlegt eðli í öðrum heimi. Og þér er óhætt að trúa því, að Sing Sing var sannarlega annar heimur." Ekkert hafði meiri áhrif á hann en mörg viðtöl, sem hann átti við „gamlan fastagest", Alessandri Vol- lero að nafni. Vollero var einn af helztu ítölsku glæpamönnum í Brooklyn á bernskuárum glæpa- starfseminnar þar. Hann var að af- plána lífstíðardóm fyrir morð. Vegna viðtala sinna við Vollero tók hann smám saman að skynja það, hvílíkt ofsahatur ríkti þá í hinum ítölsku undirheimum milli tveggja helztu áhrifahópa þeirra, Sikiley- inga og Napólíbúa. „Það er eitt, sem við, sem erum frá Napólí, verð- um alltaf að hafa í huga,“ sagði Vollero. „Og það er þetta. Þó mað- ur vinni með Sikileying í 20 ár, en lendi svo í deilum við annan Sikil- eying, þá mun Sikileyingurinn, sem maður vann með allan þennan tíma, snúast gegn manni. Maður getur með öðrum orðum aldrei treyst þeim.“ Upplýsingar Volleros urðu líka til þess, að Valachi fór að fá örlít- inn grun um tilvist þeirra leyni- legu glæpasamtaka, sem hann átti síðar eftir að þekkja undir nafninu Cosa Nostra. En þegar Valachi reyndi að spyrja Vollero nánar um samtök þessi, svaraði Vollero bara: „Taktu þessu rólega. Þú færð að vita allt, sem þú þarft að vita, þeg- ar þar að kemur.“ Valachi var sleppt úr Sing Sing öðru sinni þ. 15. júní árið 1928. Hann komst að því, að fyrri félag- ar hans í innbrotsþjófafélaginu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.