Úrval - 01.03.1969, Page 94
92
Viltu auka ordaforda fþinn ?
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína i íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
1. birginn: efnaður, heppinn, borginmannlegur, undirfurðulegur, athugull,
hygginn, sannsögull, getspakur, auðmjúkur, nízkur, mótþróagjarn.
2. drundi: afturendi, þrjótur, ólund, móða, deyfð, kauði, fýlupúki, dóni.
3. krymtinn: værukær, teprulegur, móðgunargjarn, vandfýsinn, viðskota-
illur, veiklulegur, sjúkur, hraustur, hnarreistur, yfirgangssamur.
4. viðurgerningur: galdrar, úrbætur, atlæti, fæði, sök, galli, lausn, hávaði,
lagfæring.
5. svaksamur: óstýrilátur, lauslátur svallgefinn, drykkfelidur, lausmáll,
rakur, hávær, auðsveipur, sóðalegur.
6. að flírast: að fíflast, að gera að gamni sínu, að vera smeðjulegur, að vera
gælinn, að ónotast, að hafa hátt, að slúðra, að hæðast.
'7. drumbill: trjábútur, stirðbusi, fýlupúki, kauði, luralegur maður, húsa-
kóngulá, fugl, ormur, álfur.
8. áhrínsorð: huggunarorð, ástarorð, hrósyrði, bænarorð, skammir, ögrun-
arorð, heitingar, spádómsorð, sem rætast, hvatningarorð.
9. að djarfa fyrir e-u: að berjast fyrir e-u, að grilla 1 e-ð, að marka fyrir e-u.
10. darralegur: kjánalegur, kauðalegur, vígalegur, háreistur, lágkúrulegur,
lúpulegur, vandræðalegur, sneyptur, íbygginn.
11. ákúrur: dylgjur, slúður, áföll, dýfur, ávítur, ílát, verkfæri, rigningar-
skúrir, hrós, hvatning.
12. nú dámar mér: nú gengur alveg fram af mér, nú líkar mér, nú skemmti
ég mér, nú leiðist mér, nú klæjar mig, nú óttast ég, nú mislíkar mér,
nú syfjar mig, nú þreytist ég, nú gefst ég upp.
13. svakkandi: ofsi, ruddi, brim, raki, hávaði, kauði, leðja, blaut mýri, sand-
ur, mói, melur, urð, valiendi, þýfi, stormur.
14. annexía: undirokun, ófrjáls kona, prestseturslaus kirkjustaður, bátavör,
útgerðarstaður, bankaútibú, læknislaust læknishérað, sem gegnt er af
öðrurn héraðslækni, farskóli, fyrirferðarmikil kona.
15. að dangast: að vaxa, að sýna áreitni, að þræta, að stympast, að þrifast
vel, að horast, að veslast upp, að gæla við, að flækjast fyrir.
16. viðurhlutamikill: fyrirferðarmikill, yfirgangssamur, erfiður, sem ábyrgð
fyigir, varhugaverður, ábyrgðarlaus, óhræddur, hávær, gæddur rikri
ábyrgðartilfinningu, öruggur.
17. dáruskapur. níð, spott, iðni, slæpingsháttur, nízka, feimni, sleikjuskapur.
18. annes: galli, hindrun, annríki, amstur, bunga, útskagi, tindur, vik, báta-
vör, sker, grynningar, óvogskorin strandlengja, þverhnípt bjarg.
19. að kóklast: að hósta, að ræskja sig, að staulast, að drepast, að skjögra.
20. snjakillur: önugur, áreitinn, viðskotaillur, illa innrættur, torveldur, að-
finnslusamur, Iatur, illur yfirferðar, Svör á bls. 115.