Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 95
SKJÖL VALACHI
93
voru annaðhvort dauðir eða
„gengnir í glæpahringi“, þ. e. orðn-
ir meðlimir í glæpasamtökum und-
irheimanna. Því myndaði hann nýj-
an flokk. í honum voru 8 ungir
ítalir. Þeir „störf'uðu" 2—3 nætur
í viku, og „heildarfengur“ þeirra,
eins og Valachi orðar það, var að
meðaltali um 1500 dollarar á viku.
Snemma á árinu 1929 losnaði svo
einn af beztu vinum Valachi úr
Sing Sing. Það var Dominick „Cap“
Petrelli. Valachi dáðist að öllu í
fari Petrelli, dýru fötunum hans,
örlæti hans og hörku. Petrelli
heimtaði alltaf að fá að borga.
Valachi hélt því á fund Petrelli til
að leita hjálpar hans. „Eg vissi, að
Petrelli var meðlimur glæpasam-
taka,“ segir Valachi. „Þegar ég
spurði hann að því, hvernig ég gæti
orðið meðlimur þeirra, sagði hann,
að ég skildi bara „taka það rólega“
og halda áfram að hafa samband
við sig.“
Valachi hélt áfram að reka inn-
brotsþjófafélag sitt, þótt Petrelli
kynnti hann fyrir nokkrum meiri
háttar glæpaforingjum, svo sem
Bobby Doyle, sem hét réttu nafni
Girolamo Santuccio og hafði verið
hnefaleikamaður. „Og enn leið tím-
inn,“ segir Valachi, „en svo segir
Bobby mér allt í einu, að ég skuli
fara á fund Toms Gaglianos. Ég
veit, að hann er stórkarl í bygg-
ingastarfsemi. Ég hafði einu sinni
„tekið í gegn“ nokkra kóna í ein-
um af iðnfélögunum í byggingar-
iðnaðinum fyrir að vera Gagliano
erfiðir. Það var einn vinur minn,
sem hjálpaði mér við það viðvik.
Gagliano kunni vel við mig, vegna
þess að ég vildi ekki taka við neinni
borgun fyrir það.
Og þennan dag hitti ég svo Gagli-
ano. Hann segir mér, að það séu
„einhver vandræði í aðsigi.“ Hann
spurði mig bara umbúðalaust, hvort
ég mundi skjóta einhvern, ef þeir
bæðu mig um það. Ég segi: „Mundu
þínir menn gera það sama fyrir
mig?“ „Já,“ og ég segi „já,“ og það
er allt og sumt, sem sagt var. Jæja,
nú er ég raunverulega kominn í
eitthvað, en ég veit samt ekki enn
hvað það er.“
Það átti samt fyrir honum að