Úrval - 01.03.1969, Síða 99

Úrval - 01.03.1969, Síða 99
SKJÖL VALACHI 97 Jói (Banana-Jói) Bonnano, líka þeir Bobby Doyle og „Gap“ Petrelli. Það var farið með mig að fjar- lægari enda borðsins, og náunginn, sem er með mér, segir þá: „Jói, þetta er Don Salvatore Maranzano. Hann ætlar að verða húsbóndi okk- ar allra í þessum vandræðum.“ ■—- Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hann. Manni hefði aldrei getað dottið það í hug, að hann væri bófa- foringi. Hann leit út eins og banka- stjóri.“ Maranzano sagði Valachi, að hann skyldi setjast sér til hægri handar. Byssa og rýtingur voru lögð á borðið fyrir framan hann. Maranzano sagði svo á ítölsku: „Þetta táknar, að þú lifir með hjálp byssu og hnífs og að þú deyir af völdum byssu og hnífs.“ Síðan spurði hann Valachi, hvaða fingur hann notaði til þess að hleypa af með. „Þennan,“ svaraði Valachi og lyfti vísifingri hægri handar. „Ég var enn að velta því fyrir mér, hvað hann ætti við, þegar hann sagði mér að rétta fram hendurn- ar þétt saman og snúa lófunum upp. Svo setti hann pappírsblað í þá og kveikti í því með eldspýtu. Svo sagði hann mér að hafa þessi orð eftir sér, um leið og ég hreyfði logandi blaðið fram og aftur: „Þannig mun ég brenna, ef ég ljóstra upp leyndarmáli þessa Cosa Nostra.“ Cosa Nostra og leyndar- mál þess skipar fyrsta sæti og verð- ur að koma á undan öllu öðru, ætt- ingjúm okkar, trúarbrögðum okk- ar, landi okkar. Svo var komið að þvi að velja „gombah“ handa Valachi. Valachi sagði, að þar væri um að ræða fé- laga, sem átti að vera „eins konar guðfaðir minn og ábyrgur fyrir gerðum mínum.“ Maðurinn, sem valinn var til þessa, var Jói Bonn- ano. „Hann kemur til mín og segir: „Réttu mér fingurinn, sem þú skýt- ur með.“ Ég rétti honum fingur- inn, og hann stingur í fingurgóm- inn með prjóni og kreistir, þangað til það blæðir úr. Þegar blóðið sást, segir herra Maranzano: „Þetta blóð þýðir, að við erum nú í einni og sömu fjölskyldu." „Svo útskýrir hann það fyrir mér, hvernig einn meðlimur geti þekkt annan. Ef ég er með vini mínum, sem er meðlimur, og ég hitti annan vin, sem er meðlimur, en þeir tveir þekkjast ekki, segi ég: „Halló, Jim, þetta er John. Hann er vinur okkar." En sé sá þriðji ekki meðlimur, segi ég: „Jim, þetta er John. Hann er vinur minn.“ Að inntökuathöfninni lokinni lýsti Maranzano sóknaráætluninni í stríðinu gegn Masseria. „Ykkur verður öllum komið fyrir í íbúðum víðs vegar í borginni. Svo höfum við líka njósnara á götunum. Þeg- ar hringing kemur frá Brownhverf- inu um, að einhver óvinanna hafi sézt þar, verður hringt beint í íbúð- ina, sem við höfum í Bronx. Og þegar sú hringing berst, verðið þið að bregða eins skjótt við og mögu- legt er. Við verðum að leggja að- aláherzluna á að ná í alla helztu forkólfana þeirra, og við verðum að ná Masseria sjálfum.“ Þegar fundinum var lokið, ók „Gap“ Pet-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.