Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 108
106
Valachi gat ekki dulið ánægju
sína, þegar hann minntist svika,
sem hann græddi eitt sinn mjög vel
á. „Ég gleymi aldrei fyrstu tölunni.
Hún var 661. Við unnum 7000 doll-
ara og áttum alveg dýrleg jól.“ En
yfirleitt kaus hann heldur að skýra
frá ýmsum erfiðleikum, sem tengdir
voru númerasvindlinu. Eitt sinn
varð hann að greiða 8400 dollara í
mútufé. Og þá lá við, að hann
neyddist til að leggja árar í bát. En
Luciano lagði þá fram 10.000 dollara
rekstrarifé gegn því skilyrði, að'
hann samþykkti, að taka nýja fé-
laga með í leikinn. Eftir þetta fór
starfsemin að blómgast. Og þar að
kom, að rekstrarféð komst upp í
60.000 dollara og samanlögð veð-
upphæð nam að meðaltali 5000 doll-
urum á dag. Og nú fór Valachi að
geta matað krókinn heldur en ekki
betur. Hlutur hans í gróðanum
komst nú upp í um 1250 dollara á
viku, sem hann fékk í sinn vasa.
Þessi árin lærðist Valachi, hversu
gagnlegt það gat verið að vera með-
limur í Cosa Nostra. Hollenzki-
Schultz réð þá að miklu leyti yfir
númerasvindlinu í Harlem, en hann
rak glæpastarfsemi á sínum vegum
sem algert einkafyrirtæki. En þótt
hinn ótrúlega grimmi og ruddalegi
„Hollendingur" væri voldugur, vissi
hann lítið um innanríkismál Cosa
Nostra. Hann vissi til dæmis ekki,
að Valachi var meðlimur samtak-
anna. Einn af starfsmönnum Val-
achi, Shapiro að nafni, vissi það því
miður heldur ekki, en hann gekk í
bandalag við tvo af mönnum
Schultz. Gerðu þeir tilraun til þess
ÚRVAL
að ná starfseminni úr höndum Val-
achi.
„Jæja,“ segir Valachi, „það voru
endalok Shapiros. Hann var settur
í olíutunni, sem var full af þunnri
steinsteypu. Og síðan var honum
sökkt í Austurá. Ég býst við, að
hann sé þar ennþá.“
Luciano hafði alltaf langað til að
fá tækifæri til þess að ná tangar-
haldi á starfsemi Schultz og skipta
þeim „feitu bitum“ á milli sín og
sinna manna.. Hann vildi lima
„heimsveldi" Schultz í glæpaheim-
inum í sundur. En honum tókst ekki
að hefjast handa um slíkt, fyrr en
yfirkviðdómur 1 New Yorkborg fór
að rannsaka tengsl Schultz við
númerasvindlið. Thomas E. Dewey
nefndist einn af saksóknurum
Dómsmálaráðuneytisins. Dewey var
skipaður sérstakur sækjandi í máli
Schultz. Schultz varð ofsareiður yf-
irvöldunum og gerði áætlanir um
að láta ráða Dewey af dögum.
Þetta veitti Luciano það tækifæri,
sem hann hafði beðið eftir. Hann
leitaði hófanna hjá helztu for-
sprökkum undirheimanna, og voru
þeir næstum allir á einu máli um
það, að það gæti verið mjög hættu-
legt, að Schultz tækist ráðagerðin
um að láta ráða Dewey af dögum.
Þeir óttuðust það, að slíkt gæti orð-
ið til þess að hleypa af stokkunum
herferð gegn hinni skipulögðu
glæpastarfsemi, herferð, sem þeir
vildu umfram allt koma í veg fyr-
ir. Þeir voru því á einu máli um, að
það þyrfti að „þurrka" Schultz út.
Því var Hollenzki-Schultz skotinn
til bana inni á vínkrá í Newark yfir
í New Jerseyfylki þann 23. október