Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 108

Úrval - 01.03.1969, Qupperneq 108
106 Valachi gat ekki dulið ánægju sína, þegar hann minntist svika, sem hann græddi eitt sinn mjög vel á. „Ég gleymi aldrei fyrstu tölunni. Hún var 661. Við unnum 7000 doll- ara og áttum alveg dýrleg jól.“ En yfirleitt kaus hann heldur að skýra frá ýmsum erfiðleikum, sem tengdir voru númerasvindlinu. Eitt sinn varð hann að greiða 8400 dollara í mútufé. Og þá lá við, að hann neyddist til að leggja árar í bát. En Luciano lagði þá fram 10.000 dollara rekstrarifé gegn því skilyrði, að' hann samþykkti, að taka nýja fé- laga með í leikinn. Eftir þetta fór starfsemin að blómgast. Og þar að kom, að rekstrarféð komst upp í 60.000 dollara og samanlögð veð- upphæð nam að meðaltali 5000 doll- urum á dag. Og nú fór Valachi að geta matað krókinn heldur en ekki betur. Hlutur hans í gróðanum komst nú upp í um 1250 dollara á viku, sem hann fékk í sinn vasa. Þessi árin lærðist Valachi, hversu gagnlegt það gat verið að vera með- limur í Cosa Nostra. Hollenzki- Schultz réð þá að miklu leyti yfir númerasvindlinu í Harlem, en hann rak glæpastarfsemi á sínum vegum sem algert einkafyrirtæki. En þótt hinn ótrúlega grimmi og ruddalegi „Hollendingur" væri voldugur, vissi hann lítið um innanríkismál Cosa Nostra. Hann vissi til dæmis ekki, að Valachi var meðlimur samtak- anna. Einn af starfsmönnum Val- achi, Shapiro að nafni, vissi það því miður heldur ekki, en hann gekk í bandalag við tvo af mönnum Schultz. Gerðu þeir tilraun til þess ÚRVAL að ná starfseminni úr höndum Val- achi. „Jæja,“ segir Valachi, „það voru endalok Shapiros. Hann var settur í olíutunni, sem var full af þunnri steinsteypu. Og síðan var honum sökkt í Austurá. Ég býst við, að hann sé þar ennþá.“ Luciano hafði alltaf langað til að fá tækifæri til þess að ná tangar- haldi á starfsemi Schultz og skipta þeim „feitu bitum“ á milli sín og sinna manna.. Hann vildi lima „heimsveldi" Schultz í glæpaheim- inum í sundur. En honum tókst ekki að hefjast handa um slíkt, fyrr en yfirkviðdómur 1 New Yorkborg fór að rannsaka tengsl Schultz við númerasvindlið. Thomas E. Dewey nefndist einn af saksóknurum Dómsmálaráðuneytisins. Dewey var skipaður sérstakur sækjandi í máli Schultz. Schultz varð ofsareiður yf- irvöldunum og gerði áætlanir um að láta ráða Dewey af dögum. Þetta veitti Luciano það tækifæri, sem hann hafði beðið eftir. Hann leitaði hófanna hjá helztu for- sprökkum undirheimanna, og voru þeir næstum allir á einu máli um það, að það gæti verið mjög hættu- legt, að Schultz tækist ráðagerðin um að láta ráða Dewey af dögum. Þeir óttuðust það, að slíkt gæti orð- ið til þess að hleypa af stokkunum herferð gegn hinni skipulögðu glæpastarfsemi, herferð, sem þeir vildu umfram allt koma í veg fyr- ir. Þeir voru því á einu máli um, að það þyrfti að „þurrka" Schultz út. Því var Hollenzki-Schultz skotinn til bana inni á vínkrá í Newark yfir í New Jerseyfylki þann 23. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.