Úrval - 01.03.1969, Side 120

Úrval - 01.03.1969, Side 120
118 ÚRVAL ili sitt í New Jerseyfylki. Þetta voru trúustu og tryggustu „her- mennirnir" hans. Þangað kallaði hann á sinn fund alla „liðsforingja fjölskyldu“ sinnar, og skyldu þeir sverja honum hollustueiða. Og þeir komu allir á hans fund að einum undanteknum, enda var hann seinna myrtur. Genovese lýsti yfir því án þess að blikna eða blána, að hann hefði neyðzt til þess að láta til skarar skríða gegn Costello vegna þess eins, að Costello hefði þegar hafið undirbúning þess að ráða hann sjálfan af dögum. Hann sagði, að þetta hefði því verið gert í varnarskyni. Svo lýsti hann opin- berlega yfir því á fundi þessum, að hann væri yfirmaður gömlu Luci- anofjölskyldunnar. „Nú, hver hefði svo sem farið að véfengja það?“ bætir Valachi við hæðnisrómi. Það átti ekki fyrir Costello að liggja að ná aftur sömu valdaað- stöðu og fyrr. Hann hafði að vísu lifað skotárásina af, en nú var bú- ið að ganga þannig frá málunum, að hann var enginn keppinautur Genovese lengur. En það var samt enn eitt, sem ógnaði völdum Geno- vese. Þar var um að ræða grimman „húsbónda" innan Cosa Nostra, Al- bert Anastasia að nafni. Hann réð lögum og lofum á hafnarbökkun- um í Brooklyn. Hann fór að hafa orð á því, að hann ætlaði að stjórna sókn gegn Genovese, sem miðaði að því að koma Costello aftur til sömu valda og hann hafði fyrrum. „Allir vita, að Albert var óður morðingi,“ segir Valachi. „Það komst ekkert annað að hjá honum en að drepa . . . drepa . . . drepa!“ Vito tókst að sannfæra einn af „liðsforingjum" Anastasia um það, að þeir mundu báðir hagnast á dauða Anastasia. Liðsforingi þessi var Carlo Cambino. Þ. 25. október árið 1957 lét Anastasia fara vel um sig í stól inni á rakarastofunni í Park Sheratonhótelinu á Manhatt- an. Hann var að fá andlitsbað og hafði hrúgu af heitum handklæð- um yfir andlitinu. Tveir byssubóf- ar gengu þá skyndilega inn í rak- arastofuna, gripu b^/ssurnar og fylltu skrokk Anastasia af byssu- kúlum. Fjölskyldurnar innan Cosa Nostra voru og eru enn milli 25 og 30 að tölu. Samanlögð tala „fjölskyldu- meðlimanna" er um 5000, og eru fjölskyldur þessar dreifðar um allt landið. Morðið á Anastasia kom illa við þá. Hvað ætlaðist Genovese fyr- ir? Og hvenær ætlaði hann að láta staðar numið? Vito varð var við þennan óróa, og því kallaði hann saman þann mesta aðalfund, sem boðað hefur verið til í gervallri sögu samtak- anna. Hann átti að fara fram í litla þorpinu Apalachin í norðurhluta New Yorkfylkis, aðeins þrem vik- um eftir að Anastasia var lagður til hinnar hinztu hvíldar. Genovese var reiðubúinn að útskýra ástæð- urnar fyrir morðinu á Anastasia og morðtilrauninni gagnvart Costello. Hann hafði tilbúna dagskrá í smá- atriðum um öll þau mál, er ræða skyldi. En þessi frægi fundur var reyndar aldrei haldinn, þótt fund- armenn væru komnir á staðinn. At- hugull fylkislögreglumaður einn hafði tekið eftir allri bílamergðinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.