Úrval - 01.03.1969, Page 123
SKJÖL VALACHI
121
hafi þá ekki getað dulið undrun
sína yfir því, að hann skyldi enn
vera á lífi.
Næsta morgun fór Valachi fram
á það, að hann yrði látinn í ein-
menningsklefa, þ. e. hafður í al-
gerri innilokun. Var það gert, en
þ. 22. júní var hann aftur fluttur
í venjulegan fangaklefa að nýju á
almennri fangadeild. Þann dag
gekk hann um fangelsisgarðinn
eins og vélmenni. Skyndilega gekk
maður nokkur framhjá honum, og
líktist hann Di Palermo. Valachi
minntist þá skyndilega orða þeirra,
sem Di Palermo hafði kallað til
hans fyrirlitningarrómi, þegar far-
ið var með hann í innilokunarklef-
ann: „Heyrðu, Jói, hver er aðstaða
þín núna hjá gamla manninum?“
Valachi tók skyndilega upp járn-
pípu, sem lá þarna í fangelsisgarð-
inum, og drap rangan mann með
henni.
„ALEINN í ÞESSARI VERÖLD“
Eg hitti Joseph Valachi fyrst þ.
6. janúar árið 1966 í Columbiu-
fangelsinu í Washington. ’É'g varð
fyrst að fara í gegnum skoðun við
hlið, sem stjórnað var af rafeinda-
tækjum. Fyrr gat ég ekki komizt á
hans fund. Síðan var mér fylgt
framhjá nokkrum öðrum skoðunar-
stöðvum af einum af fangelsisvörð-
um þeim, sem höfðu hið eina hlut-
verk að gæta Valachi nótt sem nýt-
an dag. Það voru nokkrar þungar
stálhurðirnar að baki mér, þegar ég
náði loks fundi hans. Valachi dvald-
ist lengstum í mjóu herbergi í öðr-
um enda gangsins á dauðadeildinni,
sem er á efstu hæð fangelsisins. —
Það var einmitt í þessu herbergi,
sem ég hitti hann 22. sinnum. Og
í næsta klefa var sjálfur rafmagns-
stóllinn. Ég dvaldi hjá honum í 4
til 5 klukkustundir hverju sinni.
Hlutverk mitt var nú orðið skýrt
afmarkað. Á árinu 1964 hafði Dóms-
málaráðuneytið hvatt Valachi til
þess að skrifa frásögn um feril sinn
í undirheimum glæpanna. Dóms-
málaráðuneytið hélt því fram, að
útgáfa slíkrar bókar kynni að verða
til hagsbótar fyrir löggæzlumenn
landsins, þar eð hún ynni gegn
skeytingarleysi og áhugaleysi al-
mennings á hinu raunverulega
ástandi í málum þessum og hvetti
jafnframt aðra til þess að leysa frá
skjóðunni. Valachi hófst nú handa,
og hann hélt áfram skrifum sínum
í 13 mánuði og skrifaði á fjórða
hundrað þúsund orð. Handrit hans
var samtals 1180 blaðsíður á lengd.
Og í desember árið 1965 varð ég
fyrir valinu til þess að fara yfir
handritið, lagfæra það og búa það
til prentunar.
Þegar fréttirnar um þessa tilvon-
andi bók tóku að síast út, hófu ýms-
ir hópar og samtök ítala hér í
Bandaríkjunum geysilega herferð
til þess að stöðva útgáfu hennar.
Sóknin hófst með því, að þeirri
spurningu var varpað fram í rit-
stjórnargrein í dagblaðinu „II Pro-
gresso“ (Framfarirnar), hvort til-
gangur þessarar útgáfu væri sá að
halda lífi í og festa í sessi þá
„ímynd glæpamennsku, sem virðist
tengd mörgum ítölskum nöfnum í
játningum Valachi". Bezta svarið
við þessari spurningu kom frá
Valachi sjálfum. „Um hvern fjand-