Úrval - 01.03.1969, Side 125
SKJOL VALACHI
123
um var mér loks skýrt frá því
haustið 1967, að ég mætti birta efni
það, sem ég hafði safnað saman.
f dag eru skipulögð glæpastarf-
semi öflugasta kaupsýslugrein
Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýs-
ingum Dómsmálaráðuneytisins rak-
ar hún saman 40 billjón dollara
brúttótekjum á ári. Cosa Nostra er
enn ríkjandi afl á sviði glæpanna.
Og starfsemi Cosa Nostra er slíkur
dragbítur á öllu efnahagslífi lands-
ins, að það væri unnt að veita þjóð-
inni 10% skattalækkun strax í ár,
ef hinn ólöglegi gróði Cosa Nostra
væri talinn fram og skattlagður, í
stað þess að þjóðin verður nú að
borga 10% álag á skattana.
Hið svokallaða „Commissione"
innan Cosa Nostra er venjulega
myndað af 9 til 12 „fjölskylduhús-
bændum“. Dómsmálaráðuneytið
álítur, að nú, þegar orð þessi eru
skrifuð, séu þessir menn „húsbænd-
ur“ Cosa Nostra: Vito Genovese, nú
i fangelsi í Leavenworth í Kansas-
fylki, forsprakki, sem mönnum
stendur samt enn slíkur stuggur af,
að enginn hefur enn þorað að gera
tilraun til þess að ná þeim sessi, er
hann skipar, Carlo Gambino og
Joseph Colombo í New York, Jos-
eph „Banana-Jói“ Bonnano í Broo-
klyn og Arizona, John Ccalish í
Cleveland, Joseph Zerilli í Detroit,
Salvatore (Sam) Giancana í Chi-
cago, Stefano Magaddino í Buffalo
og Angelo Bruno í Fíladelfíu. Carl-
os Marcello í New Orleans er að
vísu ekki meðlimur „Commissione11
innan Cosa Nostra, en hann er samt
eins valdamikill og svo væri og
sættir sig við að fara eftir reglum
þeim og óskrifuðu lögmálum, sem
ráða starfsemi Cosa Nostra.
En að einu leyti mun Cosa Nostra
aldrei verða hið sama og áður. Mik-
ill hluti afls og valdaaðstöðu Cosa
Nostrasamtakanna hefur verið fólg-
inn í hinu óljósa, dularfulla skugga-
eðli þeirra. Þessum leynihjúp, sem
gerði samtökin svo ógnvænleg í
augum meðlimanna, hefur nú ver-
ið sveipað burt að eilífu. Allt frá
því að Valachi leysti frá skjóðunni
án þess að þurfa að greiða laus-
mælgi sína með lífinu, hafa ýmsir
aðrir farið að dæmi hans og skýrt
frá starfsemi Cosa Nostra.
Vito Genovese, valdamesti „hús-
bóndi“ innan Cosa Nostra, mun eiga
rétt á að verða leystur úr varðhaldi
í febrúar 1970. En þá verður hann
að horfast í augu við annað alvar-
legt vandamál. Það var einn af
meðlimum hans eigin „fjölskyldu“
innan Cosa Nostra, sem staðfesti
óvéfengjanlega í eitt skipti fyrir
öll, að tilvera og starfsemi Cosa
Nostra voru raunverulegar stað-
reyndir. Og uppljóstranir hans
höfðu þau áhrif, að alríkisyfirvöld-
in hófu herferð, sem miðaði að
því, að unnt reyndist að koma lög-
um yfir hina ólöglegu starfsemi
samtakanna. Og þessi herferð gegn
Cosa Nostra er enn í fullum gangi.
Og þar að auki var það sú tilefnis-
lausa ákæra Genoveses, að Vala-
chi væri uppljóstrari, sem olli því
að lokum, að Valachi gerðist raun-
verulega uppljóstrari. Og nú mun
Genovese verða að reyna að út-
skýra þessa afstöðu sína gagnvart