Úrval - 01.03.1969, Síða 128
126
ÚRVAL
unum um Framkvæmdasjóðinn í
framkvæmd.
Árangurinn sem náðst hafði væri
ávöxtur af samstarfi „innan kerfis
Sameinuðu þjóðanna, eins og okk-
ur er tamt að nefna það“ — kerfis
þar sem margir aðiljar legðu hönd
á plóginn, svo sem sérstofnanir
Sameinuðu þjóðanna, efnahags-
nefndirnar og Alþjóðabankinn.
Að skoðun Pauls Hoffmans hafa
menn látið í ljós of mikil vonbrigði
yfir árangrinum af fyrstu níu árum
hins svonefnda þróunaráratugs. Ef
menn bæru saman ástandið 1959 og
nú, hlytu menn að. vera „glaðir og
ekki vonsviknir“. Af þeim löndum,
þar sem Framkvæmdasjóðurinn
hefur stærstu verkefni sín nú, hafa
25 náð efnahagsvexti sem nemur 5
prósent aukningu árlega eða jafn-
vel meira, en það svarar til efna-
hagsvaxtarins í Bandaríkjunum síð-
ari hluta tímabilsins.
Á fyrstu níu árum þróunarára-
tugsins hefði efnahagsvaxtarhrað-
inn í íran numið kringum 8 pró-
setum, í Kóreu-lýðveldinu 12,8 pró-
sentum, í Malawi 11,2 prósentum, í
Malajsíu 6,1 prósenti, í Mexíkó 8,2
prósentum, í Nígeríu 5, 4 prósentum,
í Pakistan 5,1 prósenti, í Panama 7
prósentum, í Perú 6 prósentum, á
Filippseyjum 5,6 prósentum, í Tan-
zaníu 8,1 prósenti, í Thaílandi 8,6
prósentum, í Tyrklandi 9,1 prósenti
og í Úganda 6 prósentum.
ÁÞREIFANLEGUR ÁRANGUR
í NOKKRUM LÖNDUM
Þessar tölur bera með sér, að
náðst hefur áþreifanlegur árangur
í allmörgum löndum, sagði Paul
Hoffman. Og hann bætti við, að það
yrði ekki of oft ítrekað, að þessi
árangur væri fyrst og fremst að
þakka hlutaðeigandi þjóðum og
leiðtogum þeirra.
Um leið og Paul Hoffman gat
þess, að það væri „tilhneiging til að
ýkja mikilvægi þróunarhjálparinn-
ar“, sagði hann að um 85 prósent af
kostnaðinum við þróunarfram-
kvæmdir hefðu ýmist beint eða ó-
beint verið greidd af íbúum hlutað-
eigandi landa. Hin 15 prósentin af
þróunarhjálpinni „verða að teljast
takmörkuð, en eru samt mikilvæg“.
—• Ef við ætlum okkur að þvinga
fram á 30—40 árum þróun, sem tók
vestræn ríki 200 ár, vei’ðum við að
veita þróunarhjálp, en sem megin-
regla er hún takmörkuð, sagði Paul
Hoffman.
Þegar hann talaði við leiðtoga í
vanþróuðu löndunum fyrir 10 ár-
um, kvaðst hann hafa orðið var við
þá eindregnu skoðun þeirra, að
sjálfstæði mundi sjálfkrafa leiða af
sér velmegun. Nú hefðu þeir aðra
skoðun á því máli. í 95 af hverjum
100 tilvikum viðurkenna leiðtog-
arnir nú, að eigi þróun að eiga sér
stað, geti hún einungis orðið ár-
angur harðrar vinnu og raunveru-
legra fórna af hálfu íbúanna.
Paul Hoffman sagði, að einhver
hefði komizt svo að orði og hitt
naglann á höfuðið, að „við höfum
orðið vitni að vaxandi öldu heil-
brigðrar skynsemi meðal leiðtoga
vanþróuðu landanna". Hann bætti
við, að á síðustu tíu árum hefðu
stjórnendur þróunarvetrkefnanna
stóriega aukið við þekkingu sína,
„og ég vona að þeir hafi einnig vax-