Úrval - 01.03.1969, Side 129
160 MILLJARÐAR TIL HERNAÐAR ....
127
ið að auðmýkt, því nú vitum við,
hve mikið er ógert og hve mikið
þarf til að nokkur árangur sjáist“.
Paul Hoffman taldi það vera einn
merkasta viðburð í mannkynssög-
unni, að þróunarhugtakið væri nú
að verða almennt viðurkennt. Menn
gerðu sér nú ljóst, að þróunarleiðin
væri eina rétta leiðin, og að það
svaraði ekki kostnaði að hagnýta í
eigin þágu þjóðir og auðlindir ann-
arra landa. „Það hefur orðið mér
persónulega til mikillar upprvunar,“
bætti hann við.
„ÞÁ VERÐUR JÖRÐIN BETRI
BÚSTAÐUR ÁRIÐ 2000“
Paul Hoffman lét í Ijós vaxandi
áhyggjur út af því, að talað væri
um lönd ýmist sem „iðnþróuð" eða
„vanþróuð“. Jafnvel háþróaðasta
land samtímans stendur enn sem
fyrr á þröskuldi þróunar, „svo að
við erum allir þegnar vanþróaðra
landa í heimi, þar sem þróun er nýtt
hugtak.“ „Ef við gerum okkur fulla
grein fyrir þessu hugtaki það sem
eftir er aldarinnar, munum við geta
þvingað fram slíka þróun, að jörðin
verði betri bústaður árið 2000 en
hún er nú.“
Fréttamaður benti á, að 20 ár
væru liðin síðan Paul Hoffman var
skipaður forstjóri Marshall-aðstoð-
arinnar, „þegar nýtt skeið í banda-
rískum stjórnmálum hófst.“ Haldið
þér, að þessu skeiði ljúki hinn 20.
janúar? spurði fréttamaðurinn. (20.
janúar tók Richard Nixon við for-
setaembætti).
Paul IJoffman kvaðst ekki halda
það. Án tillits til þess hvaða stjórn
tæki við völdum í Wash'ngton,
mundi hún áreiðanlega viðurkenna,
að alheimsþörf á þróun væri fyrir
hendi.
— Þörf hjá Sameinuðu þjóðun-
um? spurði fréttamaður. Paul Hoff-
man svaraði, að „við verðum að
gera okkur ljóst, eftir hverju við
keppum.“ Takmarkið er „sömu
möguleikar" — orð sem stjórnmála-
menn hafa notað í 1000 ár. Hann
kvaðst kjósa að örbirgðin yrði yfir-
runnin í alheimsherferð sem stefndi
að því að tryggja jafna möguleika
allra, „vegna þess að við getum
ekki sagt — fyrr en við höfum gegnt
því hlutverki sem okkur var ætlað
hér á jörðinni“.
Paul Hoffman lét þess getið í
sambandi við spurningu um fjár-
festingu í vanþróuðu löndunum, að
honum væri ekki kunnugt um neitt
svið, þar sem gætti meiri ruglings
í skoðunum en einmitt varðandi
spurninguna um flutning fjármagns
frá ríkum löndum til snauðra. Árið
1967, síðasta árið sem skýrslur eru
til um, nam brúttáverðmæti fjár-
muna sem fluttir voru frá ríkum
löndum til snauðra milli 11 og 12
milljörðum dollara. En þá er ekki
tekið tillit til fjármagnsstraumsins
í hina áttina í mynd afborgana,
vaxta og ágóða.
Sú byrði, sem fjármagnsstuðn-
ingur við vanþróuðu löndin leggur
á nokkurn hluta skattgreiðenda
heimsins, nam árið 1967 um 4 mill-
jörðum dollara. Á sama tíma borg-
uðu skattgreiðendur 160 milljarða
dollara til hernaðarþarfa.