Úrval - 01.03.1969, Blaðsíða 130
128 ÚRVAL
FARANDSALI, sem seldi ryksugur
og var mjög reyndur og leikinn í
starfi sínu, stóð dag nokkui’n
skyndilega inni á stofugólfi í litlu
einbýlishúsi úti á landi.
— Frú, sagði hann. — Ég get ekki
stillt mig um að sýna yður beztu
ryksögu í heimi.
— Það var og, sagði frúin og
glotti.
— Þér getið ekki efazt um það, frú
mín góð. Okkar ryksuga fjarlægir
allt rusl, sem kemur nálægt henni.
Bókstaflega allt!
Að svo mæltu kastaði hann hand-
fylli af rusli og skít á nýbónað
gólfið og tilkynnti hátíðlega:
— Ef ryksugan okkar fjarlægir
ekki hvern snefil af þessu, þá skal
ég eta draslið.
— Jæja, ætlið þér að, gera það,
spurði frúin og lét sér hvergi
bregða. — Ég ætla þá að bregða mér
fram íx eldhús fyrst.
— Hvers vegna?
— Ég ætla bara að sækja pipar
og salt handa yður, því að ég skal
segja yður alveg eins og er: Það
er ekkert rafmagn hér í húsinu!
E I T T Kaupmannahafnarblaðanna
birti eitt sinn eftirfarandi frétt
undir fyrirsögninni: „Gáfuð og vel
uppalin æska“:
Það bar nýlega við í Drottning-
argötu, að bolti kom í hendings-
kasti inn um rúðu í eldhúsglugga.
Frúin í húsinu leit út um gluggann,
en sá engan. Hálftíma síðar var
barið að dyrum, og þegar frúin
opnaði, stóð lítill drengur fyrir ut-
an.
— Fyrirgefið, frú, sagði hann. —
En nú kemur hann pabbi minn til
þess að setja nýja rúðu í gluggann.
— Þú ert góður og ráðvandur
drengur, sagði frúin. — Gerðu svo
vel, hérna er boltinn þinn.
í sömu svifum kom smiðurinn
með rúðuna, en drengurinn hafði
sig á braut. Þegar smiðurinn hafði
sett rúðuna í, sagði hann:
— Jæja, þetta verða þá 300
krónur.
— Hvað eigið þér við, spurði
frúin. — Var þetta ekki sonur yð-
ar?
— Nei, ég held nú síður, svaraði
smiðurinn. — En eruð þér ekki
móðir hans?