Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 3
FORSPJALL
I BYRJUN síðasta mánaðar var öld,
liðin frá fœðingu indverska leið-
togans Gandhi og í tilefni af því
birtum við grein um hann eftir John
E. Frazier, en það er háttur blaðs-
ins að birta grein um erlendan
stjórnmálamann i hverju hefti.
Gandhi er eitt af mikilmennum
heimsins, maður sem bylti og um-
turnaði heilu þjóðfélagi. Gandhi var
lítill vexti, grannur og veikbyggð-
ur og óráðinn um framtíð sína fram-
an af œvi. En það átti fyrir honum
að liggja að verða helzti frelsari
Indlands og sá maður, sem drýgst-
an þátt átti í því að Indland fékk
sjálfstœði. Indverjar litu á hann
sem spámann. Stefna hans ein-
kenndist af ofbeldislausri mót-
spyrnu, sem reyndist haldgóð og á
ekkert skylt við framferði ýmissa
mótmœlendahópa nútímans. Sterk-
asta vopn hans var að svelta sig, og
oftar en einu sinni sat hann í fang-
elsi vegna skoðana sinna og stjórn-
málaafskipta. Þegar hann var myrt-
ur af ofstœkismanni, sagði Nehru
við indversku þjóðina í útvarps-
ávarpi: „Ljósið í lífi okkar hefur
slokknað og alls staðar ríkir nú
myrkur.“
SUMUM KANN að finnast að nóg
hafi verið rœtt og ritað um hina
sögulegu tunglferð Bandaríkja-
manna. En hafa ber í huga, að þetta
er merkasti atburður þessarar ald-
ar og árið, sem nú er að líða, verður
án efa i framtíðinni nefnt „ár
tunglsins“. Þetta hefti birtir tvær
stuttar greinar um tunglferðina,
önnur segir frá viðhorfi Sovét-
ríkjanna til afreks Bandaríkja-
manna, en hin segir frá lífsviðhorfi
Werner von Braun. Það kemur lík-
lega mörgum á óvart, að hann er
mikill trúmaður og heldur því
fram, að hver nýr áfangi í geim-
vísindum sýni œ betur, að til sé
skapari.
OG BÓKIN segir að þessu sinni at-
hyglisverða sögu í sambandi við
geimferðir. Hún nefnist .Skjótið
honum ekki á loft — ég á hann“ og
er um að rœða persónulega og
bráðskemmtilega frásögn eiginkonu
háttsetts starfsmanns geimrann-
farsfl
500.00. í lausasölu krónur
Myndamót: Rafgraf h.f.
Kemur út mánaðarlega. Utgefandi: Hilmir hf.,
Skipholti 33, Reykjavík, pósthólf 533, sími 35320.
Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Afgreiðsla: Blaðadreif-
ing, Skipholti 33, sími 36720. Verð árgangs krónur
50.00 heftið. Prentun og bókband: Hilmir h.f.