Úrval - 01.11.1969, Page 15
13
Sumir álíta hann
mesta mikilmenni
heimsins.
Hvað sem því
líður, átti Gandhi
mestan þátt í,
að Indland varð
jrjálst.
öld frá
fæðingu
Gandhis
ann 2. október síðastlið-
inn var liðin ein öld frá
fæðingu eins af hinum
mestu mikilmennum
heimsins, manns, sem
bylti og umturnaði heilu þjóðfélagi
og hristi til máttarstólpa þess,
mannsins Mohandas Karamchand
Gandhi. Hann var grannur og veik-
byggður að sjá. Og hann var ekki
alltaf viss um, hvaða stefnu hann
ætti að taka í hinum ýmsu málum.
En samt átti það fyrir honum að
liggja, að verða helzti frelsari Ind-
lands, sá maður, sem átti stærstan
þátt í, að Indland fékk sjálfstæði.
Hann flutti ólgandi manngrúa
sveitahéraða Indlands boðskap, boð-
skap vonarinnar. Bændurnir litu til
mannsins Gandhi sem spámanns
hins nýja Indlands, mannsins með
gleraugun, sem klæddur var
skikkju, lendadúk og ilskóm einum
klæða og bar aðeins vasaúr, sem
dinglaði í festi um mitti hans. Þeir
álitu hann spámann, mann Guðs,
Mankind