Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
UM GIFTINGU
• Enginn má ráða öðrum
að hengja sig né gifta.
Lessing.
• Gifting er hlutavelta.
Vinningar eru til, en núllin
eru óheyrilega mörg.
Sanders.
• Viljið þið verða gjald-
þrota, þá kvænist ríkum kon-
um. Michelet.
• Sá, sem kvænist konu af
tignum ættum, verður ekki
eiginmaður hennar, heldrn-
þræll heimanfylgjunnar.
Plutarch.
• Það er sama að kvænast
vegna fegurðar og að kaupa
land vegna rósa. Já, hið síð-
ara væri meira að segja skyn-
samlegra, því að rósirnar
koma árlega aftur.
Gothe.
• Hjónaskilnaðurinn er
næstum jafn gamall hjóna-
bandinu. Ég held, að hjóna-
bandið sé aðeins nokkrum
vikum eldra.
Voltaire.
þeim gafst fyrst tækifæri til þess
að beita afli þessu. Það var í Trans-
vaal. Lögin þar kröfðust þess af
Indverjum, að þeir létu skrá sig og
bæru á sér sérstakt leyfi. Svo lýsti
Hæstiréttur Suður-Afríku yfir því,
að héðan í frá skyldu hjónabönd
kristinna manna ein hafa lagalegt
gildi. Eiginkonur Hindúa, Múham-
eðstrúarmanna og Parsa urðu þann-
ig í raun og veru hjákonur skyndi-
lega. Gandhi skipulagði ofbeldis-
lausa mótspyrnu. Eitt sinn hófu
50.000 samningsbundnir indverskir
verkamenn samúðarverkfall. Þús-
undum Indverja var varpað í fang-
elsi, án þess að það myndaðist þó
ofbeldiskennd mótspyrna gegn þess-
um harkalegu hefndarráðstöfunum
ríkisst j ór narinnar.
Eftir 8 ára baráttu Indverja af-
nam ríkisstjórnin verstu kynþátta-
kúgunarlögin. Nýtt stjórnmálalegt
afl var komið fram á sjónarsviðið.
HANN SVALT EINS OG ÞEIR
Nú var starfi Gandhi lokið í
Afríku, og hann sigldi til Indlands
árið 1915. f heilt ár ferðaðist Gandhi
nú víðsvegar um landið í lestum,
uxakerrum og fótgangandi. Og hon-
um birtust nú hin hræðilegu lífsskil-
yrði fátæklinga landsins í allri sinni
nekt. Svo reis hann á fætur á ráð-
stefnu einni við Hindúaháskólann í
Benares og ræddi skorinort um
nauðsyn þess, að „Indland hlyti
frelsi“. í Biharfylki hóf hann „satya-
graha-aðgerðir“ gegn eigendum
plantekra, sem buðu verkamönnum
sínum eymdarkjör. Á Ahmadabad
stjórnaði hann líka sams konar of-
beldislausum mótspyrnuaðgerðum