Úrval - 01.11.1969, Síða 20

Úrval - 01.11.1969, Síða 20
18 ÚRVAL lingunum gott fordæmi. Og hann beið átekta, beið eftir því, að hans tími kæmi. Það leit svo út, sem hann hefði nú hætt þátttöku í stjórnmála- baráttunni. En þ. 12. marz árið 1930 hóf hann mjög sérstakar stjórnmálalegar að- gerðir gegn brezku stjórninni. Brezki sagnfræðingurinn Geofrey Ashe kallar þær „hina furðulegustu og snjöllustu stjórnmálalegu ögrun vorra tíma“. Þar var um að ræða hina frægu 24 daga Saltgöngu. Allir Indverjar notuðu salt, en engum Indverja var leyft að vinna það úr jörðu eða sjó. Allir urðu að kaupa það af einkasölu brezku ríkisstjórn- arinnar. Og þeim var meinilla við þessa skipan mála. Gandhi hafði nú fundið málefni, sem allir Indverjar mundu styðja. Hann hafði þannig fundið aðferð til þess að nota til árása á Breta. Hann sagði varakon- ungi Indlands, að hann ætlaði sér að virða þetta að vettugi, (Gandhi kallaði hann þá sinn „kæra vin“) Og hann ætlaði að ráða löndum sín- um til að gera slíkt hið sama. Þann dag lagði hann af stað í 241 mílna langa mótmælagöngu til strandar. Og að morgunbænum loknum þ. 6. apríl beygði hann sig niður og framkvæmdi sína tákn- rænu mótmælaaðgerð með því að tína upp saltklump. Indverjar sýndu nú almennt hugrekki og fóru að dæmi hans. Þúsundir þorpsbúa tóku nú að vinna sitt eigið salt, þrátt fyrir að þeir áttu á hættu að verða ofsóttir fyrir vikið. Og innan nokk- urra vikna var búið að hneppa næstum 100.000 karla og konur í varðhald. Gandhi var þeirra á með- al. En gangan til sjávar, Saltgangan mikla, og eftirleikur hennar sýndi veröldinni fram á, að Indverjar voru ákveðnir í að ráða örlögum sínum sjálfir héðan í frá. HRYLLILEG HLUTSKIPTI HINNA „ÓSNERTANLEGU" (ÓHREINU). E:tt helzta markmið Gandhi var að „hreinsa Indland" og þá fyrst og fremst að afnema smán hinnar rang- látu stéttarskiptingar og bæta hlut- skipti hinna „ósnertanlegu“ (ó- hreinu). Hann viðurkenndi suma þætti stéttaskiptingar Hindúa. En utan allra þeirra stétta drógu 40 milljónir „ósnertanlegra“ (óhreinna) H'ndúa fram sitt vesæla líf. Gandhi kallaði þá „börn Guðs“. Hindúar í hinum ýmsum stéttum fyrirlitu þá og forðuðust, því að þeir tilheyrðu ekki neinni stétt, voru stéttleysingj - ar. Þeir voru því neyddir til að vinna óþrifalegustu og erfiðustu störfin, að hreinsa kamra og sópa götur. Þeir fengu ekki að stíga fæti sínum í musteri Hindúastéttanna né sækja vatn í brunn þeirra. Það voru syndir þeirra á fyrri tilverustigum, sem höfðu dæmt þá til vesældartil- veru í þessu lífi. Þegar brezka ríkisstj órnin stakk upp á „sérstökum kjördæmum og kosningum“ fyrir stéttleysingja ár- ið 1932 samkvæmt nýrri stjórnar- skrá, sem samin hafði verið fyrir Indland, þá neitaði Gandhi að sam- þykkja þessa uppástungu. Hann hélt því fram, að stéttleysingjarnir væru líka Hindúar og að hugarfar Hind- úastéttanna gagnvart þeim 5rrði að breytast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.