Úrval - 01.11.1969, Síða 20
18
ÚRVAL
lingunum gott fordæmi. Og hann
beið átekta, beið eftir því, að hans
tími kæmi. Það leit svo út, sem hann
hefði nú hætt þátttöku í stjórnmála-
baráttunni.
En þ. 12. marz árið 1930 hóf hann
mjög sérstakar stjórnmálalegar að-
gerðir gegn brezku stjórninni.
Brezki sagnfræðingurinn Geofrey
Ashe kallar þær „hina furðulegustu
og snjöllustu stjórnmálalegu ögrun
vorra tíma“. Þar var um að ræða
hina frægu 24 daga Saltgöngu. Allir
Indverjar notuðu salt, en engum
Indverja var leyft að vinna það úr
jörðu eða sjó. Allir urðu að kaupa
það af einkasölu brezku ríkisstjórn-
arinnar. Og þeim var meinilla við
þessa skipan mála. Gandhi hafði nú
fundið málefni, sem allir Indverjar
mundu styðja. Hann hafði þannig
fundið aðferð til þess að nota til
árása á Breta. Hann sagði varakon-
ungi Indlands, að hann ætlaði sér
að virða þetta að vettugi, (Gandhi
kallaði hann þá sinn „kæra vin“)
Og hann ætlaði að ráða löndum sín-
um til að gera slíkt hið sama.
Þann dag lagði hann af stað í 241
mílna langa mótmælagöngu til
strandar. Og að morgunbænum
loknum þ. 6. apríl beygði hann sig
niður og framkvæmdi sína tákn-
rænu mótmælaaðgerð með því að
tína upp saltklump. Indverjar sýndu
nú almennt hugrekki og fóru að
dæmi hans. Þúsundir þorpsbúa tóku
nú að vinna sitt eigið salt, þrátt
fyrir að þeir áttu á hættu að verða
ofsóttir fyrir vikið. Og innan nokk-
urra vikna var búið að hneppa
næstum 100.000 karla og konur í
varðhald. Gandhi var þeirra á með-
al. En gangan til sjávar, Saltgangan
mikla, og eftirleikur hennar sýndi
veröldinni fram á, að Indverjar voru
ákveðnir í að ráða örlögum sínum
sjálfir héðan í frá.
HRYLLILEG HLUTSKIPTI
HINNA „ÓSNERTANLEGU"
(ÓHREINU).
E:tt helzta markmið Gandhi var að
„hreinsa Indland" og þá fyrst og
fremst að afnema smán hinnar rang-
látu stéttarskiptingar og bæta hlut-
skipti hinna „ósnertanlegu“ (ó-
hreinu). Hann viðurkenndi suma
þætti stéttaskiptingar Hindúa. En
utan allra þeirra stétta drógu 40
milljónir „ósnertanlegra“ (óhreinna)
H'ndúa fram sitt vesæla líf. Gandhi
kallaði þá „börn Guðs“. Hindúar í
hinum ýmsum stéttum fyrirlitu þá
og forðuðust, því að þeir tilheyrðu
ekki neinni stétt, voru stéttleysingj -
ar. Þeir voru því neyddir til að
vinna óþrifalegustu og erfiðustu
störfin, að hreinsa kamra og sópa
götur. Þeir fengu ekki að stíga fæti
sínum í musteri Hindúastéttanna né
sækja vatn í brunn þeirra. Það voru
syndir þeirra á fyrri tilverustigum,
sem höfðu dæmt þá til vesældartil-
veru í þessu lífi.
Þegar brezka ríkisstj órnin stakk
upp á „sérstökum kjördæmum og
kosningum“ fyrir stéttleysingja ár-
ið 1932 samkvæmt nýrri stjórnar-
skrá, sem samin hafði verið fyrir
Indland, þá neitaði Gandhi að sam-
þykkja þessa uppástungu. Hann hélt
því fram, að stéttleysingjarnir væru
líka Hindúar og að hugarfar Hind-
úastéttanna gagnvart þeim 5rrði að
breytast.