Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 33
SÉNDIBOÐAR JARÐAR Á GEIMBRAUTUM
31
Það skiptir miklu meira máli fyr-
ir vísindamenn að opinberlega sé
vitað um vísindalegar rannsóknir
heldur en að tilkynnt sé hvaða leið-
ir sé áformað að fara í rannsóknum.
Og slík fréttamennska er iðkuð
bæði af hálfu Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna og annarra landa
einnig. Hún er iðkuð á alþjóðlegum
ráðstefnum og þingum, kemur fram
í persónulegum samskiptum vís-
indamanna, skiptum á vísindaleg-
um og tæknilegum upplýsingum.
Og þá er og byrjað á sameiginleg-
um rannsóknum sovézkra vísinda-
manna og vísindamanna annapra
ríkja.,
Geimferðaáætlanir Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna stefna í grund-
vallaratriðum að því sama, að kom-
ast að sem flestu um alheiminn,
hafa af þeirri þekkingu sem mest
gagn fyrir mannkynið. Og ef horft
er yfir þær rannsóknir, sem þegar
hafa verið gerðar blasir það við að
þessar áætlanir bæta oft við eða
auka á nákvæmni hvorrar annarr-
ar. Minnizt ljósmynda, sem sjálf-
virkar stöðvar tóku af tunglinu,
rannsókna á Venusi o.fl.
Svo mikið er víst, að þær rann-
sóknir sem gerðar eru eftir sovézk-
um og bandarískum áætlunum,
hljóta að auðga okkur að nýjum
uppgötvunum, sem mannkynið allt
mun njóta góðs af. Það er því ekki
réttmætt að tala um einhverskonar
áhrif Apollo-áætlunarinnar á sov-
ézku geimrannsóknaáætlunina.
Hér langar mig til að vara við
röngum skilningi á því sem nú var
sagt. Þótt við kjósum heldur mann-
lausar geimferðir verða sovézkir
geimfarar alls ekki atvinnulausir.
Þeim hefur verið fengið mjög þýð-
ingarmikið hlutverk í áætluninni.
Nefnum dæmi. Einfaldir reikn-
ingar sýna, að til víðtækrar könn-
unar á reikistjörnum sólkerfisins og
einnig fyrir mörg vísindaleg og
praktísk viðfangsefni á jörðu niðri,
verða vísindastöðvar á braut um-
hverfis jörðu hagkvæmar frá efna-
hagslegu sjónarmiði. Við höfum
þegar gert nokkrar tilraunir í þessa
átt, sem allur heimur þekkir. Fyrir-
mynd slíkra stöðva hefur orðið það
kerfi, sem myndað var með teng-
ingu sovézku geimskipanna Sojúz
4 og Sojúz 5, sem geimfarar stýrðu.
Geimferð verkfræðingsins Konstan-
tíns Feoktístofs og læknisins Borís
gorofs sýndi, að hægt var að
senda til starfa út í geiminn í
vísindastöðvum menn, sem minna
eru þjálfaðir en flugmennirnir í
geimfarahlutverki. Og sú tilraun
sem gerð var á jörðu niðri, þegar
þrír sovézkir rannsóknarmenn voru
í heilt ár í einangrun við líftrygg-
ingarkerfi, sem byggði á lokuðum
hring — þá var þetta enn einn
áfangi á þessari leið.
Á þessum stöðvum geta þjálfaðir
sérfræðingar unnið með svipuðum
hætti og gert er í heimskautaleið-
öngrum — stjörnufræðingar, eðlis-
fræðingar, jarðfræðingar, fjar-
skiptamenn, líffræðingar og aðrir.
Stöðinni sjálfri þarf ekki að koma
niður á jörðu. Hana má auk þess
stækka eftir þörfum með því að
tengja við hana nýjar blakkir, gera
við þær, setja nýjar í stað eldri. En
létt geimskip geta komið með fólk
og flutt það til jarðar.