Úrval - 01.11.1969, Page 37
bUARTASJÚKDÓMAR OG KRABBAMEIN . . . .
35
og Bandaríkin. Dauðsföllum af völd-
um umferðarslysa fjölgaði um ná-
lega helming í Grikklandi og Portú-
gal og talan rúmlega þrefaldaðist í
Búlgaríu. í einu landi dró samt lít-
ið eitt úr dauðsföllum af völdum
umferðarslysa, nefnilega Sviss.
Fjöldi dauðsfalla í sambandi við
notkun vélknúinna ökutækja var á
Norðurlöndum sem hér segir á ár-
unum 1962 og 1966: Danmörk 834/
1075, Finnland 819/1133, ísland 18/
26, Noregur 347/483, Svíþjóð 1188/
1378. Samsvarandi tölur í Banda-
ríkjunum voru 40.804/53.041, í Eng-
landi og Wales 6306/7454, í Hollandi
2075/2617, í Frakklandi 9814/12.107
og í Vestur-Þýzkalandi 13.892/
16.618. Vestur-þýzku tölurnar taka
einnig til Vestur-Berlínar.
12 LÖND MEÐ
LÆGRI FÆÐINGARTÖLU
Smitunar- og sníkjusjúkdómar eru
ekki ofarlega á skránni yfir dánar-
orsakir í Evrópu og Bandaríkjun-
um. Þeim er kennt um frá 0,6 pró-
sentum allra dauðsfalla í Danmörku
og Hollandi upp í 5,5 prósent í Pól-
landi. Viðkvæmastur fyrir þeim í
nálega öllum löndum er aldurs-
flokkurinn 1—4 ára.
Fyrsta bindi af „World Statistics
Annual“ fyrir 1966 veitir ennfrem-
ur upplýsingar lim stærð landa,
íbúafjölda og fæðingartölur fyrir
hvert einstakt land og landsvæði. í
tólf af þeim löndum, sem skýrsl-
urnar ná til, voru færri fæðingar
árið 1966 en 1962. í Bandaríkjun-
um fækkaði barnsfæðingum úr
4.167.362 árið 1962 niður í 3.606.274
árið 1966, í Póllandi úr 599.505 nið-
ur í 530.307, í Rúmeníu úr 301.985
niður í 273.678.
I 14 landanna, sem skýrslurnar
ná til, hefur fæðingartalan hækk-
að. f Frakklandi fjölgaði barnsfæð-
ingum til dæmis úr 832.353 árið
1962 upp í 863.527 árið 1966, í Vest-
ur-Þýzkalandi (Vestur-Berlín tekin
með) úr 994.424 upp í 1.024261, í
Svíþjóð úr 107.284 upp í 123.354.
☆
Strax og Eva hafði etið epli vizkumnar, teygði hún sig eftir fíkjublaði.
Þegar konan byrjar að hugsa, snýst fyrsta hugsun hennar um nýja flík.
Heinrich Heine.
Fólk, sem metur sérréttindi sín meira en meginlifsreglur -sínar, glatar
fljótlega hvoru tveggja.
Dwight D. Eisenhower.
1 þeim óánægjuvotti, sem sérhver listamaður finnur til, þegar hann
hefur lokið einhverju verki, er fólgið frækorn nýs verks.
Berthold Auerbach.
Viðhorfastífla mannsins byrjar að myndast löngu á undan æðastíflunni.
William A. Marsteller.