Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 38
/ lok átjándu aldar
fann ungverskur barón
og verkfrœdingur
upp vél,
sem vakti undrun
alls heimsins: Sjálfvirkan
skákmann.
Gervimenn
eru gamalt
tyrirbæri
öngunin til þess að búa
til gerviverur hefur á
öllum tímum verið
sterk meðal mannanna,
og í rauninni eru gervi-
menn okkar tíma ekkert sérlega til-
komumiklir í samanburði við það
sem gerðist í þessum efnum í for-
tíðinni.
í bók eftir D. Brewsters, „Lett-
ers on Natural Magic“ er sagt frá
sjálfvirkum, fjórhjóla skrautvagni,
sem Frakkinn M. Camus fann upp
til þess að gleðja Lúðvík XIV, þeg-
ar hann var barn. Skrautvagninn
var 10—12 sentimetrar á lengd og
dreginn af hestum í samsvarandi
stærð. Ofan á sat ekill, á bak við
stóð hirðþjónn og innan í sat hefð-
armeyja. Þegar Camus þrýsti á
fjöður, sveiflaði ekillinn svipu sinni,
hestarnir tóku á rás, og þegar vagn-
inn hafði ekið nokkurn spöl á borði,
stanzaði hann, hirðþjónninn sté nið-
ur og opnaði dyrnar fyrir hefðar-
meyjunni, sem sté út úr vagninum
og leit í kringum sig og var aug-
sýnilega mjög ánægð með umhverf-
ið. Að því búnu sté hún aftur upp
í vagninn, hirðþjónninn lokaði dyr-
unum og fór á sinn venjulega stað,
ekillinn hóf svipuna á loft og vagn-
inn ók aftur sömu leið til baka.
Á sautjándu öld vakti guðfræð-
ingurinn Droz athygli með brúðu,
sem gat difið gæsafjöður ofan í
blek og skrifað síðan nafnið sitt.
Og hundrað árum seinna vakti
Frakkinn Vaucanson mikla athygli
með gerviönd, sem hann hafði bú-
ið til. Öndin gat etið og blakað
36
Aktuelt —