Úrval - 01.11.1969, Page 39
GERVIMENN ERU GAMALT FYRIRBÆRI
37
ÍPM8HW
r ,1
m
:
♦, , N * -.^v
- • 't!
fA •
■
***>*»»*',«^^
-t rry
i- -;t
; :
;&ÍSí§S&é;;
vængjunum. Ef korni var kastað
fyrir framan hana, teygði hún háls-
inn eftir því, gleypti það og „melti“.
Hún gat meira að segja kvakað og
verpt eggjum.
Ungverski baróninn og verkfræð-
ingurinn Wolfgang von Kempel var
heldur enginn veifiskati í tækni-
legum efnum. Hann bjó til gervi-
barn, sem gat sagt 30 mismunandi
orð, og skýrði frá þessari tilraun
sinni í „Mechanismus der menshlic-
hen Sprache“. Sagt er, að tilraun
þessi hafi vakið áhuga Graham
Bells, sem fann upp símann.
Árið 1769 var baróninn ásamt
Maríu Theresiu keisaradrottningu
viðstaddur sýningu við hirðina í
Vínarborg, þar sem Frakki að nafni
Pelletier sýndi tilraun með segul-
magn. Keisaradrottningin ræddi við
von Kempel um þetta undarlega
fyrirbrigði og baróninn fullvissaði
hana um, að með hjálp þessarar
uppfinningar mundi hann geta bú-
ið til vél, sem tæki fram öllu því,
sem keisaradrottningin hefði áður
séð. Hún hvatti hann til verksins
og áður en sex mánuðir voru liðnir,
kom baróninn með vél, sem vakti
undrun alls heimsins: Sjálfvirkan
skákmann.
Vélin samanstóð af gervimanni í
eðlilegri stærð og klæddur sem
Tyrki með túrban á höfðinu og
langa pípu í annarri hendinni. Hann