Úrval - 01.11.1969, Side 47
. . . VERZLUN MEÐ SJALDGÆF HEIMILISDÝR 45
leita að skordýrum undir berki
trjánna í skógunum. Og eðlið lét
ekki á sér standa. Hún fór að rífa
upp flísarnar í eldhúsinu og reif
stórar flygsur af veggfóðri af veggj-
unum í þessari leit sinni. Þegar hús-
bóndinn reyndi að halda aftur af
henni, beit hún hann svo illilega, að
það varð að sauma 8 spor í fram-
handlegg hans. Hjónin gáfu loks
dýragarði þetta heimilisdýr sitt. Og
þar situr birnan nú aðgerðarlaus í
búri sínu og getur ekki gert neitt
annað en ráfað fram og aftur á bak
við rimlana allan daginn.
Þessi ömurlega reynsla þvotta-
birnunnar er ekkert einsdæmi. —
Svipað er nú að gerast um gervöll
Bandaríkin. Bandaríkjamenn hafa
að vísu alltaf verið hrifnir af
óvenjulegum heimilisdýrum, en þeir
hafa samt aldrei keypt meira af
slíkum dýrum en núna. Samkvæmt
þeirri deild Innanríkisráðuneytisins,
sem fjallar um dýrategundir, sem
eiga það á hættu að verða brátt al-
dauða, voru flutt 150.000 spendýr
inn til Bandaríkjanna í fyrra (þar
af nam fjöldi apa þrem fjórðu hlut-
um tölu þessarar). Þar að auki voru
flutt inn um 2 milljónir skriðdýra,
allt frá meinlausum kamelljónum til
banvænna cobraslanga. Aðeins fá
Gibbon
þessara dýra lentu í viðurkenndum
dýragörðum. Flest lentu í heimilis-
dýraverzlunum, rannsóknarstofum
eða sýningarskálum og fjölleika-
flokkum af ýmsu tagi. Og ævin, sem
beið þeirra, var stutt og vesæl.
í fjölmörgum heimsóknum mín-
um í dýragarða, heimilisdýrabúðir,
dýraverndunarfélög, skrifstofur og
vörugeymslur innflytjenda og á
heimili eigenda slíkra heimilisdýra
í 11 fylkjum, hef ég sannfærzt um,
að eigendurnir eiga í óskaplegum
erfiðleikum með þessi dýr og að
þetta er grimmileg meðferð á dýr-
unum sjálfum. Þegar kaupandinn
hefur draslað dýrinu heim, þá
bregður honum yfirleitt ónotalega í
brún, er hann gerir sér grein fyrir
því, hvað hann hefur í raun og veru
Ocelot