Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 48
46
steypt sér út í, hvort sem um ana-
cordaslöngu eða mauraætu er að
ræða. Sum ung dýr verður að
gefa mat eða jafnvel mata með
þriggja til fjögurra tíma millibili
og suma fuglsunga með stundar-
l'jórðungs-millibili. Fullorðið tígris-
dýr étur allt upp í 9 pund af kjöti
á dag. Og mörg dýr verða veik,
jafnvel þótt þau njóti hinnar „beztu“
umönnunar.
Kona ein í Massachusettsfylki
keypti cheetahunga í fyrra. Hún
tók eftir því, að eitthvað var að
dýrinu og að það ágerðist, eftir því
sem það óx. Þriggja mánaða gam-
alt gat dýrið varla gengið ennþá.
Svo datt það ofan af rúmi, og eftir
það gat það alls ekki gengið. Rönt-
genmyndir sýndu, að fjölmörg bein
höfðu brotnað í líkama þess. Or-
sökin var vannæring, þar eð dýrið
hafði ekki fengið þau efni, sem það
þarfnaðist. Konan hafði gefið dýr-
inu, sem er af kattaættinni, fyrsta
flokks kjöt, en hún vissi ekki, að
það þarfnaðist einnig geysilegs
magns af bætiefnum og málmefn-
um.
Sé nýja heimilisdýrið api, gerir
eigandi þess sér brátt grein fyrir
því, að hann hefur í raun og veru
tekið að sér ungbarn. Api verður
að njóta stöðugrar athygli og um-
önnunar, því að annars verður hann
grimmur, veikur eða taugaveiklað-
ur. Það verður að skipta um blei-
ur á honum og þurrka upp eftir
hann, eins og um ungbarn sé að
ræða. Það er næstum ómögulegt að
venja hann á að segja til sín, svo að
hægt sé að fara með hann út eða
fá hann til þess að ganga örna sinna
ÚRVAL
í kassa eða annað ílát. Að líkams-
byggingu er hann mjög svipaður
mönnum, og því getur hann smit-
azt af sjúkdómum þeirra . . . og við
af hans sjúkdómum. Fyrir tveimur
árum dóu 7 menn í Þýzkalandi úr
mjög sjaldgæfum sjúkdómi, sem
grænir apar bera með sér.
Þegar þessi sjaldgæfu dýr veikj-
ast, vilja fáir dýralæknar sinna
þeim. Frú Sue Pressman, sem hef-
ur eftirlit með heilsu dýranna í
Franklindýragarðinum í Boston,
segir, að dýralæknar viti svo lítið
um sjúkdóma þessara sjaldgæfu
dýra af suðlægum slóðum, að sjúk
dýr lifi sjaldan sjúkdóma þessa af.
„Ég reyni mitt bezta til þess að
fyrirbyggja, að dýrin sýkist. Ég gef
þeim bólusetningar- og alls konar
ónæmissprautur og öll hugsanleg
bætiefni. Og ég sé um, að það sé
hæfilegt hitastig í búrum þeirra. En
það verður miklu erfiðara að bjarga
frumskógadýrum þessum en öðrum
dýrum, ef þau smitast af þessum
sjúkdómum á þessum norðlægu
slóðum heldur en á suðlægari slóð-
um.“
Erfiðleikarnir eru alls ekki úr
sögunni, þótt sjúkdómar ráði ekki
niðurlögum þessara sjaldgæfu heim-
ilisdýra og þótt eigandinn hafi sýnt
þá ótrúlegu þolinmæði að gefast
ekki upp á uppeldinu á uppvaxtar-
árum dýrsins. Þegar villidýr vex
upp, verður það einfaldlega villt...
villt- í fyrrahaust „breyttist“ ung-
ur og blíður „ocelot“ skyndilega.
Þetta var karldýr, Demetrius að
nafni, og hafði eigandi hans, sem
bjó í Philadelphiu, oft lofað honum
að ganga lausum að vild í nágrenn-