Úrval - 01.11.1969, Síða 50
48
ÚRVAL
1. Hvað heitir frægasti
landkönnuður Svía?
2. Hver var upphafs-
maður skátahreyf-
ingarinnar?
3. Hvaða litir eru í
belgíska fánanum?
4. Hvað er myntin í
Ungverjalandi köll-
uð?
5. Hvað er Islam?
6. Hvað er stjarnan
Venus kölluð öðru
nafni?
7. Hver var fyrsti
skátahöfðingi á ís-
landi?
8. Hver var Ciano
greifi?
9. Hvenær fæddist
Bólu-Hjálmar og
hvar?
10. Hver samdi Heljar-
slóðarorustu?
Svör á bls. 107
aðeins einn af hverjum fimmtíu af
ógnir þessar. Reynt er að halda
flutningskostnaðinum sem mest
niðri með því að spara sem mest.
Og því deyja dýrin af kulda og vos-
búð, sulti, þorsta, þrengslum og í
bardögum sín á milli.
Innflytjendurnir losa sig sem
fyrst við mörg þeirra dýra, sem lifa
allar þessar ógnir af. Það eru dýrin,
sem verst eru farin. Þeir selja þau
fyrir lítið til ýmiss konar sýningar-
skála í skemmtigörðum og fjöl-
leikaflokka, þar sem dýrin eru not-
uð sem aðdráttarafl í gróðaskyni og
lífsskilyrði þeirra eru alveg hræði-
leg.
John M. Mehrtens, fyrrverandi
starfsmaður nokkurra dýragarða,
heimsótti dýrasýningarflokk einn í
Austin í Texas snemma á þessu ári.
Hann skrifaði kvörtunarbréf um að-
búnað og meðferð dýranna, og þar
sagði hann meðal annars: „Páfa-
gaukar hanga þar utan í vírneti, af
því að þeir hafa engar greinar eða
spýtur til þess að standa á... . Karl-
api, sem er svo illa bitinn af flóm
og lúsum í andlitinu, að hann get-
ur ekki séð. I sumum búrunum var
ekkert vatn, en þar sem vatn var
fyrir hendi, var það úldið. Hvergi
sáust matarleifar í búrunum. Næst-
um öll dýrin lágu í saur sínum og
þvagi.“
Pólk heldur áfram að gefa slík-
um fyrirtækjum þessi framandi
heimilisdýr sín, vegna þess að það
á ekki margra kosta völ, vilji það
losna við þau. Ef tömdum þvotta-
björnum, þefdýrum, sem lyktar-
kirtlarnir hafa verið teknir úr, eða