Úrval - 01.11.1969, Page 53
ÁSTAMÁL VlKTORÍU DRÖTTNlNGAR
51
Viktoría Eng-
landsdrottning
á efri árum.
svo að menn báru ósjálfrátt virð-
ingu fyrir henni. Á síðari árum
gerði þessi mikli og eðlilegi virðug-
leiki hennar og persónutöfrar það
að verkum, að hún hvarf aldrei í
skuggann, þótt hún væri í návist
hinna stórkostlegustu persónuleika.
Hún var kát og glaðvær, þessi unga
stúlka. Hún hafði sterkan vilja og
var mjög einþykk. Hún kærði sig
ekkert um að giftast þessum frænda
sínum, sem var nú á leið til að
heimsækja hana í fyrsta skipti. Hún
skrifaði í dagbók sína, að hún
gerði sér fulla grein fyrir þvi, að
hann mundi reyna að ráða öllu.
Og það er sem þessi orð hennar séu
þrungin eins konar örvæntingu.
Hún beið því vansæl komu Fran-
cis Charles Augustusar Alberts Em-
manuels, prins af Saxe-Coburg
Gotha, og óskaði þess, að jhann
kæmist aldrei á leiðarenda. En
hjarta hennar bráðnaði alveg, er
hún leit hann! Hann var myndar-
legasti og laglegasti maður, sem
hún hafði nokkru sinni augum litið,
hávaxinn og grannur. Hún skrifaði