Úrval - 01.11.1969, Blaðsíða 61
HVERNIG EIGA MENN AÐ HEGÐA SÉR . . . .
59
um eins fljótt og kostur er á, ját-
andi eða neitandi. Auðvitað ber
gestum að koma nokkurn veginn
stundvislega til boðsins, en ekki
þykir ástæða til að færa fram af-
sakanir, nema töfin fari fram úr
tíu mínútum.
Tilhlýðilegt er að færa húsmóð-
urinni blóm, eða smágjöf, sé gest-
urinn henni vel kunnugur. Umbúð-
ir á að taka utan af blómum, áður
en þau eru afhent, en aðrar gjafir á
að afhenda í umbúðum. Ekki mun
húsmóðirin misvirða, þótt gestur-
inn slái henni gullhamra varðandi
útlit hennar, en þeir mega ekki vera
alltof hversdagslegir, og heldur ekki
ýktir úr hófi fram.
Gesturinn verður að skilja áhyggj-
ur sínar eftir heima og vera frjáls-
mannlegur og eðlilegur í framkomu,
forðast að vekja máls á óþægileg-
um umtalsefnum eða nokkru því,
sem komið getur illa við aðra gesti,
og ekki fara niðrandi orðum um
fíarverandi fólk, sem ætla má að
sé þeim nákomið. Hann á ekki að
tska sér sæti, nema honum sé boð-
ið það.
Þegar gengið er að matborði, á
eneinn að setjast, fyrr en öllum
hefur verið vísað til sætis og hús-
móðirin sjálf er sezt, nema því að-
eins og hún sé að sinna öðrum störf-
um og hafi beðið gestina að setjast
að borðum.
Enginn byrjar að borða, fyrr en
húsmóðirin hefur tekið fyrstu súpu-
skeiðina eða fyrsta munnbitann. Þá
þykir ekki viðeigandi, að gestir tali
í hvísli við sessunauta sína, meðan
á máltíð stendur.
Falli einhver réttur ekki í smekk
gesta, mega þeir á engan hátt láta
á því bera, hvorki með látbragði
eða með athugasemdum við aðra.
Og enginn má hafna rétti, sem bor-
inn er um í fyrsta sinn, nema hann
megi ekki neyta hans af heilsufars-
ástæðum.
Enginn má standa upp frá borð-
um, fyrr en húsmóðirin hefur gefið
merki um, að máltíðinni sé lokið.
Þá þykir það ekki tillhýðilegt að
snyrta sig, meðan á borðhaldi stend-
ur eða í samkvæmisherbergjunum.
Einkum vill konum vera tamt að
grípa til púðurdósar eða varalits, en
það er í hæsta máta óviðeigandi í
viðurvist annarra.
Hinir svokölluðu hrífandi sam-
kvæmismenn skyldu varast að
leggja um of undir sig umræður og
skemmtilegheit. Aðrir þurfa einnig
að komast að og fá að láta ljós sitt
skína. Umræður um eigin auðæfi
eða skuldir og hvers konar skrum
ber að forðast. Og að lokum: Ekki
tefja of lengi.
Nú orðið þarf þrjú eða fjögur 7-stafa númer til þess að skrá mann
hjá tryggingunum, í bankanum eða hjá póstþjónustunni. Öfundarðu því
ekki svolitið náungann, sem er bara „Óvinur þjóðfélagsins nr. 1?"
Roger Devlin.