Úrval - 01.11.1969, Page 62
Þau hrópuðu á hjálp,
en raddir þeirra dóu út
í tóminu umhverfis þau,
Þau reyndu að svara Ijósmerki,
en vasaljósið var ekki
virkt ....
Popular Mechanics
gpHlfflllGg alph Tingey þjóðgarðs-
vörður vaknaði við, að
einhver barði að dyr-
um á kofanum hans.
Þetta var klukkan eitt
eftir miðnætti aðfaranótt 22. ágúst
árið 1967. Þegar Tingey opnaði
kofahurðina, kom hann auga á tvo
örmagna fjallgöngumenn. ,,Við er-
um nýkomnir niður af Owentindi,“
sögðu þeir. „Síðdegis í gær heyrð-
um við steina hrapa þar. Og okkur
fannst líka sem við heyrðum fólk
kalla á hjálp.“
Tingey steig út fyrir dyrnar.
Snævi þaktir hamrar Tetonfjalla
glitruðu í stjörnuskininu, einna
hrikalegustu fjallanna í Wyoming-
fylki. Kofinn hans stóð við Jenny-
arvatn, en fjöll þessi liggja þar til
norðurs og suðurs. Beint í vestur-
átt gat að líta Owenfjall, 12922 fet
á hæð. Og vinstra megin þess blasti
við hið risavaxna, 13766 feta háa
bákn, Stóra-Tetonfjall, konungur
Tetonfjallgarðsins. Annar fjall-
göngumannanna sagði: „Við höld-