Úrval - 01.11.1969, Page 69

Úrval - 01.11.1969, Page 69
BJÖRGUNIN SEM VIRTIST . . . , 67 Campbell og hina tvo í „Stúkunni“, urðu nú að hnýta síðustu tvo kaðlana sína saman. Þeir urðu að festa öðrum endanum við nibbur og láta sig síga niður, „ganga“ niður hamarinn án þess að geta dregið úr hraða sigsins. Og kaðalinn gætu þeir eigi losað aftur. Þeir lögðu af stað í þessa hættuferð, vitandi það, að þeir hlytu kannske slæm „bruna- sár“ vegna núningsins og húðin gæti fletzt af þeim. Tingey þjóðgarðsvörður fór fyrst- ur. Hann lét sig síga hægt og hafði kaðalinn vafinn um sig. Og fljótt fann hann hægan hitann af nún- ingnum brenna sundur fötin. Hann hafði þegar hlotið lífstíðarör, er hann hafði sigið 300 fet. Klukkan var orðin 10 að morgni, þegar þeir höfðu loks allir náð til „Stúkunn- ar“. Og nokkrir hinna höfðu brunn- ið illa af núningnum og hlotið slæm ör. Þegar komið var fram að hádegi, höfðu þeir sigið síðustu tvo áfang- ana, sem voru 300 og 200 fet hvor, og voru að draga sjúkrabörurnar niður enn annan 300 feta háan hamravegg, sem hafði 45 gráðu halla. Þá komu þeir loks auga á þyrluna fyrir neðan sig. Um mitt síðdegið náðu þeir loks niður til þyrlunnar, eftir að hafa klöngrazt yfir kletta og vaðið snjó. Enn beið þeirra ein hætta. Þyrl- an hafði lent í þröngri gjá, sem var lík U í laginu, þ. e. lokuð í annan endann. Brattir hamraveggirnir voru of háir til þess, að hægt væri að fljúga þvert að þeim og yfir þá, enda voru þeir ekki nema um 200 fet frá þyrlunni. Flugmaðurinn varð að snúa þyrlunni við eftir flugtak- ið á þessu litla athafnasvæði og fljúga sömu leið út úr gjánni og hann hafði flogið inn í hana. Ef svo slysalega vildi til, að einn af spöðunum rækist í hamravegg, væri voðinn vís. Flugmaðurinn lét hreyfilinn vinna af fullum krafti til þess að ná sem mestum hraða. Og þannig tókst honum að „rífa þyrluna lausa“ úr gjánni. Hún sveiflaðist til eins og klukkustreng- ur og sveif upp úr gjánni. Björgunarmennirnir fóru með Campbell á sjúkrahúsið í Jackson. Hann sýndi mikla hugprýði allan þennan tíma og missti aldrei móð- inn. Þar lá hann í nokkrar vikur, meðan beinbrotið var að gróa. Lorri heimsótti hann oft, og þau tóku strax að ræða um nýjar fjallgöng- ur. Campbell haltraði út úr sjúkra- húsinu á hækjum, þegar komið var fram í miðjan september. Og næsta sumar var hann farinn að klífa fjöll að nýju . . . og nú í Brezka Columbíufylki norður í Kanada. Þessi fyrirferðar-miklu einnar -hæðar einbýlishús eru orðin svo algeng nú á dögum, að það eru nú fleiri 12 ára drengir hér í landi, sem Ihafa flogið i flugvél, en þeir, sem hafa nokkurn tima rennt sér niður stigahand'rið. Bill Vaughan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.