Úrval - 01.11.1969, Page 71
Edgar Rice Bwrroughs, höfundur Tarzan-sagnanna, kom aldrei
til Afríku og sknfaði til þess að flýja fátœktina.
Eftir DOLAN SHARP
TARZAN:
hetjan ódauölega
Þegar læknar á
vegum einnar hjálp-
arstofnunar Samein-
uðu þóðanna áttu í
erfiðleikum með að
fá börn í Indónesíu
til þess að láta bólu-
setja sig gegn berkla-
veiki fyrir nokkrum
árum, þá tóku þeir
til þess bragðs, að
sýna kvikmyndina
„Tarzan og hlébarða-
konan“ í kvikmynda-
húsinu þar á staðnum. Verð að-
göngumiðans: Samþykki til bólu-
setningar. Og upp frá því var alltaf
troðfullt hjá þeim og þeir áttu ekki
lengur í neinum erfiðleikum að fá
börnin til þess að láta bólusetja sig.
Starfsfólk kvikmyndaiðnaðarins
heldur því fram, að það sé verið að
sýna Tarzanmynd á hverjum degi
einhvers staðar í heiminum. Kvik-
myndahús eitt í Egyptalandi hefur
verið að sýna sömu Tarzankvik-
myndina síðustu 20
árin. Jafnóðum og
ein filman verður
ósýningarhæf vegna
slits, er öðru eintaki
skellt í sýningarvél-
ina. Tarzanbækurn-
ar, sem eru 24 að
tölu, hafa verið
þýddar á yfir 30-
tungumál. Og nú eru
þær lesnar enn meira
en nokkru sinni áð-
ur, þar eð þær hafa
nú einnig komið út í ódýrum vasa-
bókarútgáfum. Orðið Tarzan fyrir-
finnst í næstum öllum venjulegum
orðabókum. Jafnvel frumstæðir
þjóðflokkar, sem þekkja ekkert
annað enskt orð, þekkja orðið
„Tarzan“ af einhverri hinna 39
Tarzankvikmynda, sem hafa verið
gerðar, af teiknimyndasögum í blöð-
um og tímaritum eða sjónvarpsþátt-
um, sem sýndir eru um víða ver-
öld.
— Empire —
69