Úrval - 01.11.1969, Page 80
78
ÚRVAL
önnum kafnir arftakar hans. Þeir
eru listrænir sem fyrirrennari þeirra
og eru nú að gerbreyta öllu útliti
hins ítalska þjóðfélags. Hér skulu
nokkrir leiðtogar þeirra taldir:
Marco Zanuso, sem hefur haft
geysilega fjölbreytt áhugamál:: stór-
byggingar, sjónvarpstæki, geysi-
langa legubekki, þ.e. legubekki, sem
seldir eru í metratali. Það er hægt
að kaupa eins langan legubekk og
kaupandinn óskar. Zanuso er fræg-
astur fyrir „syngjandi símann“ sinn.
Þegar hann hringir, gefur hann frá
sér þægilegt, syngjandi hljóð, en
ekki hljóð, sem sargar taugar okk-
ar. „Síminn er alltaf að kalla í okk-
ur,“ segir Zanuso, „svo að hann ætti
að hafa viðkunnanlegan hljóm.
„Syngjandi síminn“ minn hefur lít-
inn hnapp, og með hjálp hans er
hægt að láta símann syngja hvað
eina, allt frá hárri sópranrödd nið.ur
í dimman bassa, allt eftir því, í
hvernig skapi maður er.“
Roberto Sambonet, sem er lista-
maður eins og Nizzoli. Það liggur
mikil og hagnýt reynsla að baki
hinni vinsælu hönnun hans á borð-
búnaði og búsáhöldum, því að hann
eyddi 10 árum í deildaverzlun til
þess að komast að því, „hvers fólk
óskar eftir og hvað það þráir helzt
í lífi sínu.“
Cesare Colombo, sem þekktur er
um gervalla Evrópu sem „Jo“. Hann
hefur hannað risavaxna hæginda-
stóla, litla stóla úr mótuðu plasti,
lampa, sem hafa má margvísleg not
af, stórar húsgagnasamstæður á
hjólum, sem hann kallar „ lífsvélar“.
Um þessa hluti farast honum svo
orð: „Framlag mitt til ítalskrar
hönnunar, eins konar andhönnunar-
trú. Listamað.urinn má ekki bæta
við alls konar skemmtilegum brell-
um til þess að auka sölu einhverrar
vöru, heldur skal stemmt að því, að
varan líti prýðilega út, hlutföllin séu
óaðfinnanleg og að hluturinn komi
að sem beztum hugsanlegum notum,
sé prýðilega nothæfur."
Achille Castiglioni, hinn gamli
aldursforseti hópsins og sá, sem hef-
ur einna mesta reynslu, kemst svo
að orði: „Árið 1956 hannaði ég þessa
ryksugu, og mér hefur sjaldan tekizt
betur upp. Hún vakti tafarlausa at-
hygli og hrifningu! Helztu listatíma-
Handtaslca og klútur, sem Gucci
hefur gert.