Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 85
Viltu auka ordaforda | þinn
?
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að bera brigður á e-ð: að breiða yfir e-ð, að staðfesta e-ð að vefengja
e-ð, að lýsa yfir e-u, að spyrjast fyrir um e-ð, að hrósa e-u að gagnrýna e-ð.
2. ben: fjármark, ör, æð, tjón, sár, sorg, vopn, ílát, áhald.
3. að lotnast: að sýna ólund, að flækjast, að sýna auðmýkt, að fíflast, að
sýna kynferðislega áleitni, að fara sér hægt, að dratta verki af..
4. stöngl: leggur, grýtt jörð, stjaki, freðin jörð, spjót, endurtekning, blaut
jörð.
5. að firra e-n e-u: að ásaka e-n um e-ð, að bæta e-m e-ð upp, að hvetja
e-n til e-s, að letja e-n e-s, að hæða e-n fyrir e-ð, að forða e-m frá e-u.
6. býfa: stór hönd, sauðskinnsskór, snjókoma, stígvél, löpp, vettlingur, sósa.
7. drjóni: stórvaxinn maður, naut, kraftajötunn, uxi, ruddi, hengilmæna,
slæpingur.
8. að drepa úr dróma: að sýna yfirgang, að forðast, að leyna, að minnast á,
að leysa úr fjötrum, að opinbera, að lífga upp á e-ð.
9. dreyri: ifjötur, sár, ör, roði, blóð, grastegund, ull af kind.
10. allt er fjöri firra: lífið er stutt, lífið er fyrir öllu, lífið er fallvalt, maður
sér ekki óorðna hluti fyrir, gakktu hægt um gleðinnar dyr, dauðinn er á
næsta leyti, njóttu augnabliksins.
11. kófaður: rykugur, bólgin-n, óhreinn, löðursveittur, klístrugur, kappklædd-
ur, troðfullur.
12. koðri: hrútur, pungur, hnykill, vopn, tarfur, eitthvað lítið, silakeppur.
13. að ætna: að verða óætur, að muldra, að minnast á, að tala illa um, að
ögra, að rifa sundur, að verða ætur.
14. dólpur: digurt dýr, monthani, fiskur, digur maður, poki, hávær maður,
hvalur, hrúga.
15. frenja: kýr, hryssa, óhemja, dý, stórhrið, ofsarok, hellirigning, skrímsli.
16. að fatast: að eignast föt, að heppnast, að klæðast, að mistakast, að verða
ringlaður, að skrika fótur, að forfallast sökum varanlegrar örorku.
17. að kæpa: að þræta, að hósta, að slóra, að fæða kópa (um kvenseli), að
fæða kálf, að fæða folald, að kólna.
18. að fergja: að magna, að grafa, að lita, að kljúfa efini í alkóhól og syk-
ur, að þrjózkast, að þrýsta saman, að setja farg á.
19. huppur: lend, bringspalir, mjóhryggur, síðan milli mjaðmarbeins og rifja,
afturendi, ofanverður framiimur á dýri, viðmót, þjófnaður.
20. korpa: deila, hrukka, ilát, áhald, átak, arða, fis, herbergiskytra.
Svör á bls. 107