Úrval - 01.11.1969, Qupperneq 89
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN!
87
annfirinnrrns
ggjuijwjuujig starævintýri mitt með
A !§ Randall Chambers
gij || hófst árið 1949. En
§L=J1 hvað hann snertir hófst
StílílílílílJlíWJ það miklu fyrr. Randy
er það, sem ég kalla hina vísinda-
legu manngerð, og vísindin hafa átt
hug hans allan allt frá byrjun. En
ég vissi það ekki kvöldið góða, þeg-
ar við hittumst fyrir í Indiana-há-
skólantrm, en þgr stunduðum við
bæði nám.
Ég las um þær mundir af ofur-
kappi undir próf, en samt tók ég
mér svolítið frí þetta kvöld til þess
að taka þátt í kirkjukvöldmatarboði,
sem haldið var af Wesleystofnun-
inni. Það var stormur og rigning.
Hárið á mér þyrlaðist í allar áttir,
og rigningin var búin að þvo af mér
alla málningu, löngu áður en ég
kom í stúdentamiðstöð stofnunar-
innar, klædd gúmmístígvélum og
elztu fatalörfunum, sem ég átti, með
fullt fangið af bókum. Það hefur
líklega ekki fyrir fundizt nein ó-
glæsilegri stúlka í öllum háskólan-
um þá stundina, þegar ég sá Randy
í fyrsta skipti.
Hann var hávaxinn og myndar-
legur, með brúnt, liðað hár og blá
augu. f þeim var skær glampi. Þeg-
ar hann leit á mig, höfðu þessi augu
þannig áhrif á mig, að mér fannst
ég vera að dettan niður í djúpa lind
og drukkna. Ég fékk hann fyrir
borðherra, en ég vissi alls ekki, hvað
við vorum að borða.
„Hvað mörg ár hefurðu verið hér
í skólanum?“ spurði ég undirbún-
ingslaust. Þetta var síðasta árið mitt
í skólanum, og ég var hrædd um, að
hann væri ekki kominn eins langt
í námi.
„Ég lauk prófi í fyrra,“ svaraði
hann. „Nú er ég að lesa xmdir meist-
arapróf.“
Þarna var draumaprinsinn minn
kominn .... maður, sem vakti ósvik-
inn áhuga, myndarlegur, laglegur
og með fallega framkomu. Og hvað
gerði ég? Eftir kvöldmatinn fór ég
í forugu stígvélin mín og blautu
regnkápuna, tók bókahrúguna mína
og lagði af stað til bókasafnsins.
„Ég þori að veðja, að ég sé hann
aldrei aftur,“ hugsaði ég með sjálfri
mér.
Þá vissi ég auðvitað enn mjög lít-
ið um hina vísindalega sinnuðu
manngerð. Seinna gerði ég mér
grein fyrir því, að ég hafði farið
nákvæmlega rétt að þetta kvöld.
Augnskuggi, gerviaugnahár eða
ágeng ilmvatnslykt hefur engin
áhrif á þessa manngerð. í hans aug-
um er forug stúlka, sem eyðir öll-
um stundum í bókasafninu, eins
töfrandi og kynbomba í augum Ijós-
myndara. En Randy vissi ekki, að
hrifning mín af bókasafninu var að-
eins bráðabirgðaástand vegna prófs-
ins, sem beið mín. Hann hélt, að ég
væri óforbetranlegur bókabéus.
Þegar ég lauk prófinu síðdegis
næsta dag, beið hann eftir mér fyrir
utan til þess að bjóða mér upp á
kaffibolla. Þetta var fyrsta skrefið í