Úrval - 01.11.1969, Side 93

Úrval - 01.11.1969, Side 93
91 SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN! gert samning við ríkisstj órnina um rannsóknir á hæfni flugvéla af gerð- unum B-29, B-36 og B-50, sem not- aðar eru í flughernum. Randy vann að þessu með honum og lærði þá mjög ýtarlega um hvern smáhlut í B-36 flugvélunum. Áður hafði hann rannsakað ýmis dýr og manninn sjálfan, en nú var hann farinn að rannsaka gerð og byggingarlag flug- véla. Kannske hefur hann gert sér grein fyrir því þá, að hann var þannig að afla sér prýðilegrar und- irstöðuþekkingar fyrir rannsóknir á sviði geimvísinda. En ég gerði mér sannarlega ekkii grein fyrir því. HejSi ég vitað það, hefði ég kannske gefizt upp samstundis og farið heim til mömmu. Randy lauk loksins háskólanámi sínu eftir 9 ára samfleytt strit. Við höfðum ákveðið. að eignast barn, þegar hann lyki þessu öllu. Og þannig fór, að barnið kom einmitt strax á eftir síðustu prófunum hans. Randy æddi fram og aftur um and- dyri háskólans eina vikuna, bíðandi eftir prófúrslitunum, og næstu viku æddi hann svo um gangana á fæð- ingardeildinni. Og brátt hóf Mark Randall Chambers inngöngu sína á leiksvið lífsins með heilmiklum fyr- irgangi. Við byrjuðum á því að ala Mark upp á vísindalegan hátt undir stjórn Randy. Pelarnir voru algerlega sótt- hreinsaðir. Þyngd Marks var mæld og skráð daglega. Hann fékk bara að borða á nákvæmlega réttum tím- um. Randy setti jafnvel vekjara- klukkuna á 2, ef ske kynni, að strák- urinn færi að hafa vit á því að haga sér svo skynsamlega að sofa eins og steinn alla nóttina. f lok fyrstu vik- unnar hafði Mark þyngzt um næst- um tvö pund, og Randy hafði létzt um átta. Næstu árin vorum við alltaf að flytja búferlum. Við vorum nýbúin að koma okkur fyrir í Bar Harbor í Mainefylki, þar sem Randy hafði fengið starf við rannsóknir, þegar einhverjir í flughernum hringdu í hann og við fluttum til San Antonio suður í Texas. Þar á eftir fór Randy að Rutgersháskólanum í New Jersey fylki og vann þar við að koma á laggirnar rannsóknarstofu til rann- sókna á hliðarverkunum róandi og örvandi lyfja. Um svipað leyti eign- uðumst við annan son, en um atburð þann skrifaði Mark eftirfarandi í skóladagbók sína: „Þegar ég var þriggja ára, fæddist Craig bróðir minn. Það tók okkur mörg ár að venjast honum.“ É'g veit ekki, hvernig því er farið í þeim fjölskyldum, sem hafa eng- um vísindamönnum á að skipa, en svo mikið er víst, að við meðhöndl- uðum annan son okkar allt öðru vísi allt frá byrjun en þann fyrsta. Eng- ar tilraunir, engar þyngdarmæling- ar né skráningar! Ég gaf honum bara að borða, þegar hann var svangur, skipti á honum, þegar hann blotnaði, og gleymdi svo öllu um- stangi, þangað til hann fór aftur að grenja. Við höfðum aðeins verið einn mánuð við Rutger háskólann, þegar Rússarnir skutu fyrsta Sputniknum sínum á loft. Á því augnabliki varð gerbreyting á Randy. Hann eyddi nú öllum frítíma sínum í að lesa allt sem hann gat fundið um geiminn og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.