Úrval - 01.11.1969, Page 94
92
JÓHANN HJÁLMARSSON
SKÁLD
Jóhann H.iálmarsson er fædd-
ur í Reykjavík 2. júlí 1939. For-
eldrar hans eru Hjálmar E'líes-
erson og Jensína Jóhannsdótt-
ir. Hann stundaði nám í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar, Iðn-
skólanum og prentnám. í pren-
smiðjunni Hólum, en hélt síð-
an utan. Sautján ára gamall gaf
hann út fyrstu ljóðabók sína,
Aungull í tímann (1956), en síð-
an hafa komið frá hans hendi
eftirtaldar bækur: Undarlegir
fiskar (1958), Af greinum
trjánna (1960), Malbikuð hjörtu
(1961), Fljúgandi næturlest
(1961), Mig hefur dreymt þetta
áður (1965). — Jóhann er nú
•leiklistar- og bókmenntagagn-
rýnandi Morgunblaðsins. Kona
hans er Ragnheiður Kristrún
Pétursdóttir.
ÚRVAL
geimrannsóknir og flugafrek. Hann
hóf bréfaskriftir við ýmsar læknis-
fræðilegar rannsóknastofur, sem
tengdar voru flugmálum, og við
geimrannsóknarstöðvar þær, sem
risið höfðu upp. Rutgersháskóli bauð
honum alveg sérstaklega góð kjör til
þess að halda í hann, fast starf,
launahækkun og jafnvel frátekið
bílastæði við háskólann, en samt bar
freisting geimrannsóknanna hann
ofurliði. Hann tók tilboði flotans
um að skipuleggja og hleypa af
stokkunum þjálfunarkerfi fyrir
fyrstu geimfara Ameríku, þar á
meðal Merkúrgeimfarana.
NIÐURTALNINGAR,
SEM ALDREI SJÁST
Randy hóf starf við Flughraða-
aukningarlæknisrannsóknarstofn-
unina nálægt Hatboro í Pennsyl-
vaniufylki í september árið 1958.
Þá fyrst heyrði ég minnzt á mið-
flóttaaflshringekju fyrir fólk. Ég
er ósköp óvísindaleg manngerð,
sem stendur föstum fótum hér á
jörðu niðri, og því gerði ég mér alls
enga grein fyrir því, hvers konar
„apparat" þetta var. En brátt átti
það tilkall til svo mikils af tíma
Randy, að það lá við, að ég væri
farin að hata það.
Miðflóttaaflshringekjan skapar
hér á jörðu niðri sömu aðstæður,
hvað snertir hraðaaukningu og álag
hennar á geimfarann, og geimfarinn
verður að búa við á vissum hluta
geimflugs síns. Með hjálp þessa
tækis geta flugvísindamenn rann-
sakað áhrifin af álagi því, sem geim-
farinn verður að standast, bæði
hvað snertir geimskot, aðskilnað