Úrval - 01.11.1969, Page 95
SKJÓTIÐ HONUM EKKI Á LOFT — ÉG Á HANN!
93
eldflaugar og geimfars, endurkomu
til gufuhvolfsins og ýmsar aðrar
aðstæður, sem skapast í geimferð-
um..
Vélin sjálf líkist helzt einhverju
furðutæki í almenningsskemmti-
garði, þótt hún sé miklu flóknari en
nokkur venjuleg hringekja eða
bílabraut. í hringlaga herbergi er
komið fyrir 50 feta löngum stálarmi,
sem snýst í hring í herberginu eins
og vísir á risavaxinni klukku. Hann
gengur fyrir rafmótor, sem er 1,5
milljón hestöfl. Á enda armsins er
einskonar „Feneyjagondóli", í lag-
inu e'ns og geimhylki. f honum er
rúm fyrir einn mann. Að utan lítur
þessi kringlótta, gluggalausa bygg-
ing, sem hýsir þessa ófreskju, einna
helzt út eins og risavaxin terta. En
þegar inn er komið, minnir risa-
vaxinn, hringlaga salurinn, sem er
110 fet í þvermál, einna helzt á ieik-
fimisal. Þar er svo mikið af alls
konar flóknum leiðslum og vírum,
að það minnir helzt á landsímastöð.
Þar ríkir sífelldur ys og þys, og
andrúmsloftið er þrungið svipaðri
æsingu og umhverfis eldflaugaskot-
pall.
Þetta voru. sannkallaðir ham-
ingjudagar fyrir dr. Randall Cham-
bers. Nú fékk hann tækifæri til
þess að fást við sannkallaðan „véla-
kóng“ og hin erfiðustu vandamál,
eftir að hafa fengizt við tilraunir á
dýrum, mönnum og flugvélum.
Randy reyndi eitt sinn að útskýra
starf sitt fyrir mér og sagði: „Sem
yfirmaður áætlunar um hraðaaukn-
ingarþjálfun mun ég eiga að vinna
að því að búa Merkúrgeimfarana
undir geimferðir."
r------------------h
RÚNAR BJARNASON,
SLÖKKVILIÐSSTJÓRI
Rúnar Bjarnason er fæddur í
Reykjavík 5. nóvember 1931.
Foreldrar hans eru Bjarni
Eggertsson og Anna Guðsteins-
dóttir. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reyfkja-
vík 1951 og prófi í efnaverk-
fræði frá Stokkhólmi 1955.
Hann var verkfræðingur hjá
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi 1955—1962. Hann stundaði
framhaldsnám í Stokkhólmi
næsta árið, en gerðist síðan
aftur verkfræðingur áburðar-
verksmiðjunnar og gegndi þvx
embætti til ársins 1966; þegar
hann varð slökkviliðsstjóri
Reykjavíkurborgar og fram-
kvæmdastjóri Almannavarna í
Reykjavík. Rúnar er kvæntur
Guðrúnu Guðmundsdóttur og
eiga þau tvö börn.
V____________________________/