Úrval - 01.11.1969, Side 96
94
ÚRVAL
„Er þetta hættulegt?" spurði ég.
„Ja ......“ sagði hann og hik-
aði, „það hefur reyndar ekki verið
unnið mikið á þessu sviði enn.
Við munum fá ýmsar nýjár upp-
lýsingar, eftir að ég er búinn að
ferðast í miðflóttaaflshringekjunni."
„Eftir að þú ert búinn að ferð-
ast í henni!“ hrópaði ég. „Ég hélt,
að það væru geimfararnir, sem
ætti að þjálfa.“
„Ég get ekki þjálfað þá í ein-
hverju, sem ég veit ekkert um
sjálfur. Ég verð sjálfur að vita,
hvernig á að fara að hlutunum, áð-
ur en ég get farið að kenna öðrum
það. Þar að auki vil ég ekki, að
neitt óhapp hendi þá, meðan ég er
yfirmaður þessarar áætlunar."
Ég gat aðeins maldað vesældar-
lega í móinn: „Margir fæðingar-
læknar hafa aldrei alið börn sjálf-
ir, en þeir virðast samt geta unnið
sitt starf sómasamlega.“ En það
var eins og ég væri að tala við
steinana.
Randy byrjaði nú að „ferðast" í
miðflóttaaflshringekjunni ásamt
hóp annarra brautryðjenda: sál-
fræðinga, lífeðlisfræðinga, verk-
fræðinga og flugherslækna. Svo
slógust 23 tilraunaflugmenn í hóp-
inn í byrjun árs 1959. Þeir komu
frá NASA, Geimrannsóknarstofnun
Bandaríkjanna, frá flughernum,
flotanum og landgönguliði flotans.
Þeir tóku þátt í tilraununum, sem
gerðar voru með miðflóttaaflshring-
ekjuna og áhrif hennar á manns-
líkamann. Þessar tilraunir voru
grundvöllurinn að hraðaaukningar-
þjálfun og alls konar annarri eftir-
líkingarþj álfun geimfaranna næstu
6 árin, en í þeirri þjálfun var reynt
að skapa mjög svipaðar aðstæður og
úti í geimnum og venja þá við slík-
ar aðstæður og rannsaka áhrif
þeirra á líkama og sál.
Það reyndi oft og tíðum ofboðs-
lega á menn þá, er notaðir voru sem
„tilraunadýr“. Maðurinn sem situr
í klefanum á enda armsins í mið-
flóttaaflshringekjunni, verður fyrir
sama álagi og geimfarar, þegar þeim
er skotið á loft og þegar þeir koma
aftur inn í gufuhvolf jarðar og
aðdráttarafl jarðar þrýstir á líkama
þeirra með margföldu því afli, sem
menn verða fyrir á jörðu niðri.
Þetta álag aðdráttaraflsins (þyngd-
araflsins), sem kallað er „G“
(„gravity“: aðdráttarafl, þyngdar-
afl), hefur mjög slæm áhrif á
líkamann og veldur kvölum í brjósti,
handleggjum og fótum. Það getur
brenglað sjón og mál, gert öndun
erfiðleikum bundna og sprengt
litlar æðar. Áhrifin krefjast líka
meira starfs af hjaranu. Sumir,
sem tilraunir þessar voru gerðar
á, fengu aðsvif og urðu að hvíla sig
í nokkrar klukkustundir eftir „ferð“
í miðflóttaaflshringekjunni. Sumir
urðu alveg ringlaðir og gátu ekki
gengið hjálparlaust. Stundum höfðu
þeir verki í augum og víða í húð-
inni í nokkra daga vegna sprung-
inna smáæða.
Ég vandist því loksins að sjá
manninn minn koma heim úr vinn-
unni þakinn skrámum, rispum og
marblettum. Og mér lærðist að
láta sem ekkert væri, þegar Randy
og vinir hans ræddu um tilraunir,
sem þeir kölluðu hinum óhugnan-
legustu nöfnum, svo sem „Augað