Úrval - 01.11.1969, Page 108
106
sér svona mikið. í augum vísinda-
mannsins er þolinmæði skilyrði fyr-
ir því, að einhver meiri háttar ár-
angur náist. I hvert sinn sem hann
fer á fund til þess að flytja ein-
hverja vísindalega ræðu, rekst hann
á blaðamenn, sem eru í kapphlaupi
við tímamörk.
„Getið þér sagt okkur, um hvað
ræða yðar fjallar núna í dag, dr.
Chambers?“
„Já, já. Heiti ritgerðarinnar er
„Andlega-líkamlegir þættir hraða-
aukningarálags á manninn."
„Getið þér sagt okkur, um hvað
hún fjallar?"
„Ja, það tekur nú um 45 mínútur
að flytja ræðuna. Ég get ekki lýst
efni hennar í einni eða tveim setn-
ingum. Hvers vegna komið þið ekki
inn og hlustið á hana?“
,,En blaðið er að fara í prentun
alveg núna!“
„Ég skil ekki, hvernig þið getið
skýrt frá því, sem ég hef sagt, áð-
ur en ég hef sagt það,“ sagði ringl-
aði vísindamaðurinn minn þá.
Eitt sinn kom honum til hugar,
að hann hefði kannske ekki verið
nægilega samvinnuþýður við blaða-
mennina. Og hann ákvað að taka sig
á. Því var blaðamönnunum til-
kynnt, áður en hann flutti næstu
ræðu, að eintök af ræðu hans yrðu
tilbúin á sérstökum blaðamanna-
fundi, sem haldinn yrði tveim
klukkustundum áður en fundur sá
átti að hefjast, sem hann átti að
halda ræðuna á, en það var klukk-
an 4.
Og hvað gerðist þá? Blaðamaður
einn birtist klukkan 11 sama morg-
un og bað um íyrirfram eintak af
ÚRVAL
efni því, sem fjalla átti um á blaða-
mannaf undinum!
Aðeins einu sinni hefur Randy
gleymt sér í hrifningu sinni og lát-
ið undir höfuð leggjast að gefa vís-
indalegt svar. Það gerðist daginn,
sem fyrsta Merkúrgeimskotið átti
sér stað. Fréttamenn frá sjónvarp-
inu réðust inn í rannsóknarstofuna
hans, dragandi á eftir sér tækja-
útbúnað sinn. Og einhver benti á
þá staðreynd, að Randy hafði stjórn-
að vissum þáttum í þjálfun geim-
faranna. Sjónvarpsmennirnir beindu
upptökuvél að honum án þess
að gefa honum tækifæri til æfing-
ar og jafnvel án þess að gefa hon-
um nokkra viðvörun. Þeir ráku
hljóðnema alveg upp að nefinu á
honum og spurðu: „Hvað finnst yð-
ur um þessa geimferð?"
Og Randy svaraði með mjög spek-
ingslegri rödd: „Mér finnst hún
.... alveg stórjínl“
GEIMFARAR, SEM ÉG
HEF ÞEKKT
Morgun einn vaknaði ég klukk-
an fjögur og sá Randy standa á
miðju gólfi í svefnherberginu,
klæddan í fín jakkaföt, hvíta skyrtu
og með glæsilegt hálsbindi. Og
þetta var það eina, sem mér datt
í hug að segja: „Ertu að koma eða
fara?“
Það er eins og þessi spurning lýsi
mjög vel því lífi, sem við lifum,
meðan stóð á miðflóttaaflstilraun-
unum fyrir Geminigeimferðirnar og
Appollotunglferðina, sem komu á
eftir Merkúráætlunum um miðjan
þennan áratug. Geimvísindamenn
og geimfarar eru óskaplegir flæk-