Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vilhjálmur Bjarnason svarar Eglu ehf. og Hauck & Aufháuser Ekkert í ársskýrslu um eignarhlut bankans Bensínverð lækkaði um eina krónu STÓRU olíufélögin þrjú, Skelj- ungur, Esso og Ólís, Iækkuðu í gær verð á 95 oktana bensíni um eina krónu. Lægsta sjálfsafgreiðslu- verðið er því komið í 108,9 kr. hjá Skeljungi, 108,8 hjá Esso og 108,7 kr. hjá Olís. Að sögn talsmanns Skeljungs er lækkunin til komin vegna lækkandi verðs á heimsmarkaði síðustu daga. Þá hafa Orkan, Atlantsolía og ÓB lækkað verð á 95 oktana bensíni. Lítri af 95 oktana bensíni kostar nú 107,8 krónur hjá Orkunni, 108,9 krónur hjá Atlantsolíu og 107,9 krónur hjá ÓB. Styður samkomu- iagið við Alcan TRYGGVI Friðjónsson, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í stjórn Orkuveitu Reykja- víkur, segist styðja samkomulag, um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Fulltrúar Alcan á íslandi og OR skrifuðu undir samkomulagið í fyrradag. Tryggvi segir það rétt að Vinstri grænir hafí haft efasemdir um áframhaldandi álversuppbyggingu. „Við settum fram ákveðnar efa- semdir um álver í Helguvík," sagði hann, „og ég tel eðlilegt að fjallað verði um áframhaldandi aðild Orku- veitunnar að orkuöflun til stóriðju, í viðræðunum um framtíð R-listans.“ Hann bendir hins vegar á að í Straumsvík sé þegar búið að reisa álver og að umrætt samkomulag snúist um stækkun á því álveri. Á því sé því ákveðinn stigsmunur, þ.e. að reisa nýtt álver og að stækka álver. „Það er líka mikilvægt að gæta með- alhófs í öllum ákvörðunum. Eg tel því rétt að standa að þessu verk- efni,“ segir hann. Eftir Árna Helqason arnihelqason@mbl.is VILHJÁLMUR Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HI, segir að efnahagsreikningur þýska bankans Hauck & Aufháuser fyrir árið 2003 sýni að bankinn hafi ekki getað átt hlut í Eglu ehf. þegar S- hópurinn keypti 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Hann segir yfirlýsingar bankans og Eglu frá því á mánudaginn svara fáu. „Þeir viðurkenna að þessu sjái ekki stað í hlutabréfaeign bankans. En einhvers staðar annars hlýtur þetta að koma fram,“ segir Vil- hjálmur og rifjar upp að Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu, hafi sagt að upplýsingar um hlutinn komi fram í veltubók bankans. „Ef þetta kemur fram í veltubók bank- ÍSLANDSBANKI, Landsbanki og KB-banki þingfestu í gær mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið er höfðað til viðurkenningar því að bönkunum sé ekki skylt að láta af hendi upplýsingar um hlutabréfavið- skipti viðskiptavina sinna en ríkis- skattstjóri hefur óskað eftir slíkum upplýsingum. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja, segir að með málshöfð- uninni eigi að leysa úr þeim vafa ans þá á þetta sér mótfærslu í rekstrarreikningi bankans," segir Vilhjálmur. Hagnaðartölur koma ekki fram í ársskýrslu Hann segir afkomutölur þýska bankans árið 2003 sýna fram á 6 milljónir evra í hagnað en sú upp- hæð fari ekki saman við hagnað Eglu þetta ár, sem hafi verið 5,7 milljarðar króna. Miðað við hlut bankans í Eglu hefði afkoma hans átti að vera um 15-20 milljónum evra betri, að sögn Vilhjálms. Spurður út í yfirlýsingar Eglu, þar sem fram kemur að eðlilega finnist engar upplýsingar um að bankinn hafi átt hlut í Búnaðarbank- anum því hann hafi átt hlut í Eglu, segir hann það engu breyta. Engar sundurliðanir á hlutabréfaeign bankans sé að finna í ársskýrslunni, sem uppi hafi verið um þetta atriði, enda sé um viðkvæmar persónuupp- lýsingar að ræða. Vilja standa vörð um lágmarksbankaleynd I tilkynningu frá Samtökum baka og verðbréfafyrirtækja kemur fram að árið 2001 hafi viðræður milli SBV og ríkisskattstjóra leitt til þeirrar niðurstöðu að fyrirtækin skiluðu stjómvöldum upplýsingum um heild- arviðskipti þessara aðila en ekki en litlar hreyfing- ar hafi verið mið- að við skýrsluna og hlutbréfaeign bankans minnki milli ára. Egla átti 71,2% í hlut í S-hópsins þegar hópurinn keypti hlut ríkis- ins í Búnaðar- bankanum og skiptist sá hlutur þannig að þýski bankinn átti 35,6%, Ker átti 35,2% og VIS 0,4%. Vilhjálmur segir eign bankans í hlutafé Eglu á árinu 2003 hafa numið um 30 milljónum evra og bendir á að í ársskýrslunni komi fram að árið 2003 séu hins vegar að- eins tæpar 16,4 milljónir evra færð- ar undir liðnum „Participating inter- ests“, sem segi til um hve mikið bankinn eigi í hlutdeildarfélögum. sundurgreindum upplýsingum. SBV segir að þrátt fyrir þetta hafi rík- isskattstjóri óskað eftir sundur- greindum upplýsingum 2003 og 2004. „Með viðurkenningarmáli vilja að- ildarfélög SBV draga fram skýrar línur varðandi upplýsingaskyldu banka og jafnframt standa vörð um lágmarksbankaleynd á grunni þeirra þagnarskylduákvæða sem sett eru í íslensk lög þar um,“ segir í tilkynn- ingunni. Sú tala ætti hins vegar að vera að minnsta kosti jafnhá og eign bank- ans í hlutafé Eglu ehf. nam. Keypt fyrir þriðja aðila Aðalviðfangsefni þýska bankans eru fjárfestingar fyrir hönd við- skiptavina í þeirra nafni en ekki eig- in fjárfestingar, að sögn Vilhjálms. Hann telur mun líklegra að það hafi einmitt verið raunin í þessu tilviki, þ.e. að bankinn hafi fengið fjármagn frá þriðja aðOa og verið beðinn um að ijárfesta í Eglu ehf. Hann rifjar upp að með tilkomu þýska bankans í eigendahóp þeirra fyrirtækja sem mynduðu S-hópinn hafi hópurinn þótt álitlegri kostur en ella. „Mig er farið að gruna að bankinn hafi verið að veita einkabankaþjón- ustu fyrir einhvem viðskiptavin sinn en ekld verið að kaupa þetta í eigin nafni,“ segir Vilhjálmur. Tafir á netumferð vegna bilunar SAMBAND íslands við Farice- sæstrenginn rofnaði í gærmorgun og urðu nokkrar tafir á viðgerð á strengnum. Að sögn Evu Magnús- ddttur, upplýsingafulltrúa Símans, stafaði það af því að erfítt reynd- ist að komast að biluninni, en bil- unin varð í Edinborg í Skotlandi. Á vefsvæðum Og Vodafone og Símans kom fram að mögulegt væri að netnotendur gætu lent í töfum á Netinu þar til viðgerð væri lokið. Að sögn Evu var stefnt að því að viðgerð lyki á miðnætti í ndtt. Sagði hún að bilunin hefði ekki haft nein áhrif á talsímaum- ferð en umferð á Netinu hefði ver- ið nokkuð hægari í gær en venju- lega. Benti hún á að gripið hefði verið til þess ráðs að beina utan- landsumferðinni yfir á gamla Cantat-3 strenginn. Þrír bankar höfða mál vegna ágreinings við ríkisskattstjóra Vilja leysa úr vafa um upplýsingagjöf Vilhjálmur Bjarnason „Nú get ég aftur faríð út að hiaupa". Guðmundur A. Jónsson: Þegar ég var búinn að losna við 15 kíló gat ég aftur farið að hlaupa og stunda fótbolta af krafti. Það hafði ég ekki getað í mörg ár. ®HERBALIFE. Herbalife Intemational stofnaé 1980. Upplifðu muninn - byrjaðu strax í dag! Sjálfstæðir dreifingaraðiiar Herbalife um land allt herbalife.is Fjórðungsmótið á Kaldár- melum fer vel af stað Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Tindur frá Múlakoti og Alexander Hrafnkelsson náðu gdðu forskoti með 8,51 í einkunn fyrir miðja forkeppnina í B-flokki gæðinga. TINDUR frá Múlakoti stendur efst- ur eftir forkeppni í B-flokki gæð- inga á Fjdrðungsmdti Vesturlands sem hdfst á Kaldármelum í gær. Tindur, sem keppir fyrir hesta- mannafélagið Faxa í Borgarfirði, hlaut einkunnina 8,51, en knapi á honum er Alexander Hrafnkelsson. Nokkur hundruð manns voru komin á Kaldármela í gær en mdtið htífst af krafti strax kl. 8.30. Ágætt veður var fyrri hluta dags, en síð- degis fdr að rigna. Eftir að for- keppni í B-flokki Iauk tdk við ung- mennaflokkur þar sem Jdhann K. Ragnarsson er efstur á hestinum Feyki frá Neistastöðum með ein- kunnina 8,19. Jdhann keppir fyrir hestamannafélagið Snæfelling. Eft- ir forkeppni í barnaflokki stendur Flosi Ólafsson frá Faxa á hestinum SkoIIa frá Akureyri efstur með 8,45. Tveir unglingar eru jafnir eft- ir forkeppnina með einkunnina 8,36. Það eru þau Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá Faxa á Rökkva frá Oddsstöðum og Guðbjartur Þór Stefánsson frá Dreyra á Akranesi á Mána frá Skipanesi. Kynbótasýningar mdtsins hdfust einnig í gær og voru 4, 5 og 6 vetra hryssur dæmdar. Efst fjögurra vetra hryssna er Nánd frá Miðsitju með 8,23 fyrir sköpulag, 8,00 fyrir hæfiieika og 8,09 í aðaleinkunn. I fimm vetra fiokki er Örk frá Akra- nesi efst með 8,22 fyrir sköpulag, 8,40 fyrir hæfileika og 8,33 í aðal- einkunn. Af sex vetra hryssum er Elka frá Efri-Hrepp efst með 7,98 fyrir sköpulag, 8,55 fyrir hæfileika og 8,33 í aðaleinkunn. í dag hefst dagskráin kl. 8.30 með forkeppni í A-flokki. Dag- skráin verður þéttsetin fram á kvöld því einnig verður forkeppni í A- og B-flokki stóðhesta og öllum flokkum í tölti auk þess sem úrslitin í tölti unglinga og ungmenna og fljúgandi skeið verða hluti af kvöld- vökunni. Einnig fara fram kynbóta- ddmar á hryssum 7 vetra og eldri og í öllum aldursflokkum stdðhesta. Að lokinni kvöldvöku verður boðið upp á fjörureið og dagskránni lýk- ur með dansleik með Geirmundi Valtýssyni í Kvosinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.