Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 19
VIÐ STYÐJUM LIVE8! TONLEIKAR til stuðnings Live8 í Hljómskálagarðinum 20.30-23.00 föstudaginn 1. júlí FRAM KOMA: Bubbi Morthens Hjálmar Kimono Leaves Mínus Papar Ragnheiður Gröndal Singapore Sling Stuðmenn Without Gravity (áður Tenderfoot) Styrkt af Reykj avíkurborg Augu heimsins munu beinast að Edinborg næstu daga þar sem leiðtogar ríkustu landa heims koma saman til fundar og ræða málefni fátækustu ríkja heims. Gríðarlegir hagsmunir eru í veði: á hverjum degi deyja 50 þúsund manns í Afríku úr hungri og sjúkdómum. Þetta samsvarar því að öll íslenska þjóðin létist á innan við einni viku. „Live8“ tónleikarnir nú um helgina hafa það að markmiði að hvetja leiðtogana til að gefa eftir skuldir fátækustu ríkjanna, brjóta niður óréttlátar viðskiptahindranir og að tvöfalda þróunaraðstoð. Við Islendingar eigum og getum stutt þessi markmið - í verki - á alþjóðavettvangi. Alþingi Islendinga samþykkti fyrirtuttugu árum að 0.7% þjóðarframleiðslu skyldi renna til þróunarsamvinnu innan sjö ára. Nú 20 árum sfðar er þróunaraðstoð okkar innan við þriðjung þessa. Er þetta sæmandi einni ríkustu þjóð í heimi? Við undirritaðir tónlistarmenn teljum að svo sé ekki. Við skorum á almenning að sýna stuðning sinn í verki og mæta á tónleika til stuðnings „Live8“ í Hljómskálagarðinum föstudagskvöldið 1. júlí. Bubbi Morthens Einar Örn Benediktsson Ellen Kristjánsdóttir Emiliana Torrini Ensími Helgi Björnsson Hjálmar Jagúar Kimono KK Leaves Mínus Múgison Ragnheiður Gröndal Singapore Sling Sölvi Blöndal/Quarashi Sigur Rós Stuðmenn Without Gravity | Landsbankinn G R O U P T Tim* for Kenru-al

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.