Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 30

Morgunblaðið - 01.07.2005, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Launa- leyndó En hvað efkonan ífermingarveislunni í vesturbænum hefði snúið sér að mann- inum með brauðtertuna ogsagt: „Heyrðu, ég er með 170.000 krónur út- borgaðará mánuði eftirskatta, hvað ert þú með ílaun?“ VIÐHORF Eiva Björk Sverrisdóttir au eru víst að skilja, mér skilst að hann sé búin að finna sér nýja,“ segir uppá- klædd kona í ónefndri fermingarveislu í vest- urbæ Reykjavíkur við karlkyns sessunaut sinn. Maðurinn fær sér munnfylli af brauðtertu, kjamsar á henni stutta stund, sýpur á kaffinu sínu og svarar svo. „Já er það, ég hef nú heyrt að ...“ Égerviss um að margir lesendur eiga auðvelt með að sjá samræður þessara prúðbúnu veislugesta fyrir sér. Enda eru nýjustu þjóðfélagsæxlin og vandamálahneykslin vinsælt um- ræðuefni á mannamótum hér á landi, hvort sem er í fermingar- veislum eða fimmtugsafmælum. En hvað ef konan í ferming- arveislunni í vesturbænum hefði snúið sér að manninum með brauðtertuna og sagt: „Heyrðu, ég er með 170.000 krónur út- borgaðar á mánuði eftir skatta, hvað ert þú með í laun?“ Eflaust hefði manninum svelgst á tert- unni og hann brennt sig á tung- unni á heitu kaffinu. Ef til vill hefði hann svarað konunni snúð- ugt: „Launin mín eru mitt einka- mál.“ Eða hann hefði sagt: „Ég er því miður bundinn launaleynd svo ég get bara ekki tjáð mig um það.“ En raunar er erfitt að sjá þetta samtal fyrir sér. Það þykir nefnilega ekki við hæfi að tala um laun. Ef við ímyndum okkur samt að konan hefði spurt karl- inn um laun hans og hann upp- lýst hana um þau, er líklegra en ekki að hann hefði nefnt hærri tölu en hún. Undanfarið hafa kannanir sýnt að kynbundinn launamunur er fyrir hendi á ís- lenskum vinnumarkaði. I frétta- skýringu í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum var til að mynda fjallað um nýja kjarakönnun Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga fjTÍi' árið 2005. Þar kom fram að frá árinu 2003 hafa kvenkyns svarendur bætt við sig um tveim- ur vinnustundum á viku en karl- ar standa í stað. Jafnframt kom fram að óútskýrður kynbundinn launamunur hafi aukist á þessum tíma um tæpt eitt prósentustig. Nú hafa félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisstofa tekið höndum saman og látið gera auglýsingu sem hvetja á til þess að kyn- bundnum launamun verði eytt. Skiptir skeggi'ótin máli? er spurt í auglýsingunni en þar er minnt á að samkvæmt lögum skuli kon- um og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda greidd jöfn laun og að þau skuli njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf. Jafnframt hefur bréf verið sent til fyrirtækja, stofn- ana og sveitarfélaga þar sem „minnt var á ákvæði laga nr. 96/ 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjalla um launajafnrétti kynjanna," en þetta kemur fram í frétta- tilkynningu ráðunejdisins. Skyldi þetta koma að gagni? Ætli þeir atvinnurekendur sem vita upp á sig sökina taki sig nú til, kalli konur á sinn fund og til- kynni þeim að ákveðið hafi verið að gi'eiða þeim jafn há laun og strákarnir fá fyrir sömu vinnu? Ég hef litla trú á að það gerist. Með þessu er ég ekki að segja að félagsmálaráðuneytið og Jafn- réttisstofa hefðu átt að sleppa því að minna á lögin um launa- jafnrétti. Hins vegar eru þessi lög að ýmsu leyti í mótsögn við það kerfi sem víðast er við lýði á vinnumarkaðnum en það byggist á einstaklingsbundnum samn- ingum og launaleynd. Að hver og einn verðleggi sjálfan sig og þegi svo þunnu hljóði yfir þeim kjör- um sem atvinnurekandinn býð- ur. Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér að þeir launþegar sem mest bera úr býtum eru þeir sem tekst best að selja vinnu- veitanda sínum hugmyndir um eigið ágæti. Þessu má líkja við frumskógarlögmálið - að hver og einn reyni að hrifsa til sín eins mikið og hann getur - hver sé sjálfum sér næstur. En hvað er til ráða? í auglýs- ingaherferð sem Versl- unarmannafélag Reykjavíkur stóð að fyrir nokkrum árum mátti sjá heldur uppburðarlitlar og hógværar konur ræða við vinnuveitendur um laun sín. Þar var líka taugaóstyrk kona á vinnustaðaklósetti sem stóð við spegil og reyndi að herða sig upp í að fara fram á launahækkun við atvinnurekanda sinn. Skilaboðin í auglýsingunum voru þau að konur yrðu að laga sig betur að kerfinu og vera kröfuharðari - þá myndi launabilið milli kynjanna hverfa. Er launaleynd í raun æskileg fyrir fyrirtæki og stofnanir, starfsfólk þeiiTa og samfélagið í heild? Hvernig skyldi starfs- manni líða sem kemst að því að sessunautur hans hefur um langa hrið fengið mun hærri umbun fyrir sama starf og hann sjálfur? Eða þeim sem fær vitn- eskju um að góðum vinnufélaga hafi verið borguð mun lægri laun en hann sjálfur hefur fengið fyrir sambærilegt starf? Er æskilegt að fólk sé með hnút í maganum yfir því að þurfa að standa í hörðum samningaviðræðum um laun við atvinnurekanda sinn? Égheld ekki. Heillavænlegra væri að laun hættu að vera leyndarmál. Það væri ágætis byi'jun. En þetta eitt og sér dug- ir þó ekki til. Það þarf einnig að taka til róttækrar endurskoð- unar það sem kallað er verðmæti starfa. Mörg störf, sem hingað til hafa einkum verið á könnu kvenna, svo sem kennsla leik- skólabarna og umönnun aldr- aðra, þarf að meta upp á nýtt. Þeir sem þessum störfum sinna eiga að fá greitt í samræmi við verðmætið. elva@mbl.is Umhverfísslys af mannavöldum Atli Hermannsson fjallar um umhverfísslys ÞRÍR sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar skrifuðu grein í Morgunblaðið hinn 29. júní. En greinin gekk út á það að reyna að sannfæra almenning um að stofn- unin ætti enga sök á því hversu seint það ætlar að takast að auka við þorskkvótann. Þeir skella skuldinni á stjórnvöld sem þeir segja að ekki hafi farið að tillögum þeiiTa á löngu árabili. Ég get verið sammála Hafró- mönnum um að kenna má stjómvöldum um að verulegu leyti - en bara af allt annarri ástæðu en þeir til- greina. Það sem hratt kvótavæðingunni af stað á sínum tíma var að fyrrverandi forstjóri Hafró, Jakob Jakobsson, og Halldór Asgrimsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, fóm á taug- um - eðlilega, en bara á röngum for- sendum. Því stuttu áður höfðum við fært út landhelgina; fyrst í 50 mílur 1972 og síðan í 200 mílur 1975 og þannig rekið yfir 100 breska og þýska togara af miðunum sem var gríðarlega mikil verndun í sjálfu sér. Því á árunum frá 1958 til 1971 veiddum við Islendingar að með- altali 378 þús. tonn af þorski á ári. Á sama tímabili veiddu Bretar og Þjóðverjar að meðaltali 355 þús. tonn eða samtals 733 þús. tonn. Mestur var svo þorskaflinn hér við land árið 1970 en þá veiddum við 471 þús. tonn og Bretar og Þjóðverjar 348 þús. tonn, eða samtals 819 þús. tonn - en hvað breyttist þá? Það sem breyttist var að þá hófst aðför að vistkerfínu sem skipulögð var af stjórnvöldum sjálfum í sam- ráði við hagsmunaaðila. Hún hófst með stjórnlausri fjölgun skuttogara á tímabilinu 1972-1984. Opinberir fiskveiði-sukksjóðir sáu um að út- vega sérvöldum gæðingum stjórn- málaflokkanna lán fyrir allt að 90% af kostnaðarverði - og þá voru 10% gjaman fengin með því að hækka reikninginn sem því nam - og stund- um gott betur. Því fólst aðförin að lífríkinu ekki í því að halda áfram að veiða svipað magn af þorski og áratugina þar á undan - heldur í nýrri tækni. Því um sama leyti og landhelgin var færð út í 50 mílur 1972 hófst skuttogaravæð- ingin og á fáeinum árum voru þeir orðnir 102. Þá stækkuðu og þyngd- ust trollin svo að á fáeinum árum fóm t.d. toghlerarnir úr einu tonni i fimm og bobbingalengjurnar úr einu tonni í sex. I sjálfu sér hefði þetta verið í lagi; nema nú þurftu togaraskipstjórarnir ekki lengur að draga gamlar og þekktar togslóðir - því fimm- til sex- faldur togkrafturinn gerði þeim það kleift að draga botntrollin yfir nánast hvað sem fyrir var nema skipsflök. Skjól og næði fyrir nýliðunina sem víða hafði verið á grunninu færði tæknin þvi smám saman í eyði. En til eru margar sögur af því er togarar voru að „brjóta land“ og ryðja nýjar togslóðir með því að draga berar bobb- ingalengjurnar yfir ófærar hraunbreiður og þekktar uppeldisstöðvar. Við þessar aðfarir bættist svo annar ókostur botntrolla - sem eng- inn veit enn hversu skaðlegur mun reynast. Því þegar troll eru dregin ánetjast fyrst stærstu eða hraðvöxn- ustu fískarnir í hverjum árgangi. Þetta eru þeir einstaklingar sem hafa bestu erfðaeiginleikana og hrygna lífvænlegustu hrognunum. Afleiðingarnar verða síðan þær að stofnarnii' vaxa smám saman hægar og verða sífellt fyrr kynþroska. Því er líklega bæði verið að níðast á líf- ríkinu með trollunum og úrkynja fiskstofnana í leiðinni. Það er ekki að sjá að Árni Matt sjávarútvegsráðherra hafi miklar áhyggjur af þessari þróun - heldur aðeins af þeim sem áhyggjur hafa af henni. Þvi nýlega setti ráðherra á laggirnar nefnd ... númer 28 ... sem á að undirbúa með hvaða hætti bregðast skuli við gagnrýni frá er- lendum „öfga“-umhverfisvernd- arsamtökum sem draga vilja úr skaðsemi botntrolla. Fyrst má nefna Coalition Clean Baltic í Svíþjóð sem hlutu umhverf- isverðlaun Norðurlandaráðs 2004. Samtökin hafa t.d. á stefnuskrá sinni að öll notkun togveiðarfæra skuli bönnuð í Eystrasalti. Einnig kom það fram í nýlegri skýrslu Alþjóða- náttúruvemdarsjóðsins (WWÉ) að innan við 300 togarar stundi veicíar með botntroll í heiminum - við Is- lendingar eigum því 14 af öllum flot- anum. Þá skrifuðu á síðasta ári 1.100 líf- fræðingar frá 69 löndum undir yf- irlýsingu um algert bann á veiðar með botntrolli sem eyðileggi kald- ?Það sem breyttist var að þá hófst aðför að vist- kerfinu sem skipulögð var af stjórnvöldum sjálfum í samráði við hagsmunaaðila.í sjávarkóralla og sveppavistkerfi sem séu mikilvæg iyrir lífið í sjón- um. Þar segir að sumir þessir kór- allar myndi „tré“ og aðrir myndi þykka runna sem styðji við hundruð ef ekki þúsundir dýrategunda. Við skulum þó ekki einblína um of á kóralana vegna þess að þeir eru lif- andi og það taki aldir að end- urheimta þá. Því „staðgenglar“ þeirra og ekki síður merkileg fyr- irbrigði eru hraunbreiðurnar sem víða eru að finna hér við land. En hraunin gera á margan hátt það sama fyrir vistkerfið og kórallinn - en endurheimtast aldrei séu þau eyðilögð. Nægir bara að nefna Grindavíkur- og Selvogshraun sem voru mikilvæg hrygningar- og upp- eldissvæði sem moruðu af lífi, en togskipum tókst að mylja undir sig á nokkrum árum. Sveppavistkerfi kalla sjómenn gjarnan „ost“, en sveppakerfin voru líklega mun al- gengari hér við land en nokkurn tíma verður hægt að „sanna“ með nýju LÍÚ-myndavélinni hjá Háskól- anum á Akureyri - því ekkert er lengur til að mynda - ekki frekar en löngu horfna landnámsskógana. Það var við upphaf úthafsrækjuveiða fyr- ir Norðurlandi upp úr 1980 að „ost- urinn“ fór að koma upp í einhverju magni. Ekki var óalgengt fyrstu árin að jafn mikið kæmi upp af osti og rækju, en síðan dró úr og síðustu ár hafa varla nokkur merki um sveppa- vistkerfi verið að finna - ostur sést varla, enda er rækjan svo gott sem horfin líka. Þó ég viti að botntroll hafi mjög slæm áhrif á allt botndýralíf verður seint hægt að sýna fram á tengsl með rannsóknum þannig að hags- munaaðilar vitkist. Því aðeins er hægt að sýna fram á ákveðin líkindi en ekki bein tengsl. Hugsandi menn ... veit ekki um þig ... láta sér nægja að sterk líkindi séu fyrir einhverju orsakasamhengi - en svo höfum við hina sem gera það ekki - ekki nema þegar það hentar þeim. http://www.intemet.is/floyde/ Greinarhöfundur starfaði við sölu á veiðarfærum um langt árabil. Atli Hermannsson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1103 Reykjavík • Bréf til blaðsins | mbl.is ÁTVR í Fríhöfnina Frá Ólafi Stefáni Sveinssyni: ATHYGLISVERÐ umræða hefur farið fram um Ríkisverslun Fríhafn- arinnar í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. - Samtök verslunar og þjón- ustu hafa gert athugasemdir við að Fríhafnarverslunin skuli þenjast út og auglýsa svo 50% lægra verð en í Reykjavík á ýmsum vöruflokkum. Þetta er auðvitað skiljanlegt þar sem þetta er verslun rekin fyrir skattfé almennings og tekjur henn- ar verða til vegna þess að ekki þarf að greiða þau opinberu gjöld sem annar sambærilegur rekstur þarf að greiða og því segja afkomutölur ekkert raunhæft um það hvort þessi Fríhafnarverslun er vel eða illa rek- in. Nú vill svo til að skv. yfirlýsingum forráðamanna Fríhafnai-innar þá er a.m.k. 80% af sölu hennar áfengi og tóbak. Þegar til þess er horft að ÁTVR er fyrirtæki í eigu ríkisins, sérhæft í sölu á þessum vöruteg- undum, þá er algjörlega ónauðsyn- legt að ríkið reki annað fyrirtæki til að selja sömu vöm. ÁTVR getur með góðu móti séð um sölu á tóbaki og áfengi í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í sérstakri verslun og sparað íslenskum skattborgurum stórfé þar sem þessi rekstur myndi aðeins verða ein verslun til viðbótar undir hatti ÁTVR og því nánast engin áhrif hafa á kostnað við yfirstjórn, skrifstofurekstur, innkaup og lag- erhald fyrirtækisins en myndi um leið algjörlega sparast í rekstri Frí- hafnarinnar, í stuttu máli einfalt í staðinn fyrir tvöfalt. Þeir afgreiðslumenn sem þarna vinna nú munu fá vinnu áfram í sambærilegu starfi, meira að segja hjá sama vinnuveitanda en undir öðrum formerkjum, þannig að ekki ættu þeir að vera ósáttir. - Sölu á þeim vöruflokkum sem eftir standa mætti svo setja saman í pakka sem yrði gerður aðgengOegur til útboðs þar sem Flugstöðin fengi sínar tekjur án þess að þurfa að gera út sérstaka Rikisverslun í samkeppni við annan verslunaiTekstur á Is- landi sem í dag býr varla við ásætt- anlega afkomu. Loks skal það nefnt að með hlið- sjón af breyttu rekstrarumhverfi og áherslum í rekstri ÁTVR þar sem sala á tóbaki mun hætta að vera sú tekjulind sem í raun hefur skapað grundvöll verslunarreksturs fyr- irtækisins þá er jákvætt að leggja þessa vímuefnasölu Fríhafnarinnar þai' inn. Þá má mögulega koma í veg fyrir að fyrr en síðar þurfi að hækka álagningu á áfengi til að tryggja verslunarreksturinn því það mun þýða hækkun á vísitölu neysluverðs með afleiðingum sem allir þekkja og eru fjármálaráðherra varla að skapi. ÓLAFURSTEFÁN SVEINSSON, Ljósalandi 1,108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.